03.08.1914
Efri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 353 í B-deild Alþingistíðinda. (1842)

72. mál, hlutafélagsbanki

Framsögum. (Kristinn Daníelsson) :

Háttv. þm. Vestm. (K. E.) hefir að mestu leyti svarað háttv. 3. kgk. (Stgr. J). Honum þótti það undarlegt, hvernig jeg hefi tekið undir þessa brtt. Jeg skil ekki þá undrun hans, því að jeg talaði einmitt í þá átt við 2. umr., að honum hefði ekki átt að koma það á óvart. Hann segir að þessar breytingartillaga sje til þess að ónýta frumvarpið. En jeg vil leyfa mjer að minna enn þá einu sinni á; að það var samkvæmt beiðni bankans sjálfs, að honum var heimilað að auka hlutafje sitt, og er því ekki fundið upp á neinu nýju í breytingartillögunni. Þó að verðið á hlutabrjefum sje nú lágt, þá geta aðstandendur bankans vel lagt fram fje, ef þeir vilja. Þó að þeir geti ekki selt hlutabrjefin þegar í stað, þá er þeim hættulaust að geyma þau, ef þeir sjálfir hafa trú á fyrirtækinu. Þá fann háttv. 3. kgk. (Stgr. J.) frumvarpinu það til foráttu, að engin trygging væri fyrir því, að bankinn notaði þetta vel. Það er að vísu satt, en það liggur ekki hjer fyrir að bæta úr því.

Það sýnist eðlilegast, að þeir, sem standa að bankanum, sýni honum traust um leið og þeir ætlast til, að landið sýni honum traust.