07.08.1914
Efri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í B-deild Alþingistíðinda. (2194)

91. mál, strandgæsla

Steingrímur Jónsson :

Jeg vil að eins undirstrika það sem háttv. framsögumaður (J. B.) sagði, að það vekti fyrir nefndinni, að frumvarpið mætti ekki á nokkurn hátt stranda hjer í deildinni, þótt háttv. neðri deild hefði bætt þessu nýmæli inn í það. Enn fremur álítur nefndin, að það sje vel til fallið, að Búnaðarfjelagið hafi yfirumsjón með þessu máli, enda útilokar frumvarpið. það alls ekki, að hægt sje að nota sjerþekkingu skógræktarstjórans. Hann getur auðvitað látið fjelaginu í tje allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar um þær sandgræðslu aðferðir, sem hann er kunnugastur.