20.07.1915
Neðri deild: 11. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2147 í B-deild Alþingistíðinda. (2675)

14. mál, stjórnarskráin

Pjetur Jónsson:

Jeg hafði ekki ætlað mjer að blanda mjer í þessar umræður, en jeg verð að gjöra dálitla athugasemd út af því, að jeg hafði flutt nokkur orð háttv. flutnm. (S. E.) til háttv. 2. þm. Rvk. (J. M.).

Svo stóð á þessu, að í sambandi við nokkur af þeim háfleygu orðum, sem háttv. flutnm. (S. E.) hafði um heill þjóðarinnar og danska og íslenska málstaðinn o. s. frv., þá heyrðist mjer ekki betur en að hann þar á eftir segði á þá leið, að þar sem Danir ættu sjer alt af vísan flokk hjer á landi, sem kæmi skoðunum þeirra á framfæri, þá væri ekki von á góðu. Svona kom þetta nú að minsta kosti í mín eyru, en hins vegar þykir mjer vænt um það, ef orðin hafa ekki fallið svo, eða ekki verið meint svo, og þá var líka rjett, að hann leiðrjetti þau svo, sem hann gjörði. En jeg tók þetta til Heimastjórnarflokksins, af því að það hefir verið siður manna úr Sjálfstæðisflokknum, að kasta öðru eins og þessu fram um oss heimastjórnarmenn.

Áður en til atkv. væri gengið, óskuðu þessir þingmenn nafnakalls um till. á þgskj. 35:

Skúli Thoroddsen,

Guðm. Eggerz,

Bjarni Jónsson,

Sigurður Eggerz,

Benedikt Sveinsson,

Jón Jónsson.