08.01.1917
Neðri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

5. mál, tímareikningur

Gísli Sveinsson:

Það var að eins ofurlítil fyrirspurn, sem jeg ætlaði að gjöra viðvíkjandi orðalagi frv. Mjer virðist það ekki koma ljóst fram í frv., að leyft sje, að færa klukkuna aftur í samt lag, þ. e. seinka henni. Aftur á móti er það leyft, að færa hana fram, og vildi jeg spyrjast fyrir um, hvort hæstv. stjórn teldi það nauðsynlegt, að orðalaginu væri breytt svo, að skýrt væri tekið fram um heimild til að seinka klukkunni aftur.