07.09.1917
Neðri deild: 54. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2164 í B-deild Alþingistíðinda. (2243)

161. mál, uppeldismál

Jón Jónsson:

Við flutningsmenn dagskrárinnar erum sammála brtt. að öðru leyti en því, að við sjáum þess enga þörf nú að skipa nefnd í málið, þar sem útlit er fyrir, að nóg verði af mönnum til aðstoðar, sem gott vit hafa á þessum málum. Hins vegar hefir hv. flm. tillögunnar (B. J.) lýst yfir, að honum sje sama, hvort samþykt sje sín till. eða hin, svo að mjer finst, að hann geti sætt sig við dagskrána. (B. J.: Er hún ekki borin fram í því skyni að útiloka kostnað?) Jú.