08.08.1917
Efri deild: 25. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í C-deild Alþingistíðinda. (3563)

145. mál, íslenskur fáni

Frv. vísað til 2. umr. með 13 shlj. atkv., og samþ. með 13 shlj. atkv. að fela það sjerstakri nefnd.

Hlutfallskosning var viðhöfð.

Tveir listar komu fram.

Á öðrum, er forseti merkti A, stóð Jóh.Jóh., E.P. og G.G., en á hinum, er auðkendur var B, voru K.E., G.Ó. og K.D.

Kosningin fór svo, að

A-listinn hlaut 7 atkv.

B-listinn hlaut 6 atkv.

Einn þm. (G.G.) fjarstaddur.

Forseti lýsti þá kjörna í nefndina

Jóhannes Jóhannesson,

Karl Einarsson,

Eggert Pálsson,

Guðmund Ólafsson,

Guðjón Guðlaugsson.

(Sjá og A, bls. 1619)

Nefndarálit kom ekki. Frv. var því aldrei tekið til 2. um., og varð því ekki útrætt.