22.05.1918
Efri deild: 24. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (171)

36. mál, stimpilgjald

Fjármálaráðherra (S. E.):

Það er eðlilegt, þegar slíkt frv. sem þetta kemur fram, að ýmislegt þyki við það að athuga.

Og alstaðar, þar sem stimpilgjaldslög eru, hefir orðið að kveða upp fjölda úrskurða um einstök tilfelli.

T. d. í Danmörku er nú orðið aragrúi til af slíkum úrskurðum, og hygg jeg, að nú muni skapaður fastur „praxis“ í þessu efni.

En það var aðallega vegna orða háttv. þm. Ak. (M. K.) að jeg stóð upp.

Með afgreiðslumanni skipa er í lögum þessum ekki átt við lögreglustjóra, heldur þá, sem hafa afgreiðslu skipanna yfir höfuð á hendi, taka á móti vörum í þau o. s. frv. Get jeg bent á t. d. afgreiðslumann Eimskipafjelagsins eða Sameinaða fjelagsins o. s. frv.

Og sektin er ákveðin svona há vegna þess, að þetta er svo verulegur liður í lögunum, að þetta komi tilgreina.