15.05.1918
Efri deild: 19. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í B-deild Alþingistíðinda. (989)

44. mál, laun til Gísla Guðmundssonar

Kristinn Daníelsson:

Jeg vildi gjarnan stuðla að því, að þessum manni sje gert vel til, því að hann er góðs maklegur fyrir starf sitt. Gæti jafnvel hugsast, að háttv. deild vildi, að laun hans væru hækkuð úr því, sem Nd. ætlaðist til. Með það fyrir augum sting jeg upp á því, að málinu verði vísað til nefndar, og þá að sjálfsögðu fjárveitinganefndar.