25.02.1922
Neðri deild: 9. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í C-deild Alþingistíðinda. (1135)

30. mál, fjárhagsár ríkissjóðs

Flm. (Jón Þorláksson):

Jeg hefi litlu við greinargerðina að bæta.

Núverandi fyrirkomulag hefir svo mikið óhagræði í för með sjer fyrir öll vinnubrögð Alþingis, að mikið væri til vinnandi, að hægt væri að komast hjá því. —

Fyrirkomulag það, sem jeg legg til, á og næg fordæmi í öðrum löndum. Víðast hvar er fjárhagsárið annað en almanaksárið. T. d. hefir fjárhagsárið í Danmörku um langan aldur byrjað 1. apríl.

Þar eð málið snertir mörg önnur atriði en fjárhaginn, skal jeg leyfa mjer að leggja til, að því að lokinni umr. verði vísað til allsherjarnefndar.