20.04.1923
Efri deild: 44. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (944)

91. mál, herpinótaveiði

Frsm. (Karl Einarsson):

Það hefir verið farið fram á það af Skagfirðingum, að færa mætti út svæði það, sem banna mætti á herpinótaveiði í Skagafirði, út fyrir Drangey. Að austan er punkturinn hinn sami, sem ganga á út frá, en að vestan færist hann utar á Skagann, svo línan milli þeirra liggur fast utan við Drangey; nú liggur hún nokkuð innan við eyna.

Hefi jeg svo ekki fleira að segja um þetta, en vænti, að frv. verði samþykt.