01.05.1926
Neðri deild: 67. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1198 í C-deild Alþingistíðinda. (2631)

81. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Magnús Jónsson):

Jeg geri ráð fyrir, vegna þess, hversu eðli málsins er sjerstakt, að ekki rísi neinn ágreiningur út af einstökum greinum frv., því að það eru grundvallaratriði frv. sjálfs, sem menn greinir á um, og því geri jeg ráð fyrir, að þessi 2. umr. verði á breiðari grundvelli en venja er um 2. umr. um frv.

Fyrstu seðlar, sem gefnir voru út hjer á landi, voru gefnir út af landssjóði og lánaðir Landsbankanum. þeir voru jafnan kallaðir Landsbankaseðlar og í raun og veru með rjettu, þótt formið væri annað. þessir seðlar voru samkvæmt lögum frá 1885 miljón kr., en voru auknir 1899 upp í ¾ úr miljón. Þegar svo seðlaútgáfu var ráðstafað hér á landi rétt eftir aldamótin, var það eingöngu skortur á peningum, sem gerði, að hlutafjelagi var seldur sá rjettur í hendur um ákveðið árabil. Þó var einnig þá sterk alda í hina áttina, að efla Landsbankann svo, að hann gæti annað þessu starfi. Og að þessi tilfinning lifði, þótt hún bærði lítt á sjer, þar sem seðlaútgáfunni var nú ráðið til 30 ára, sjest af því, að hvenær sem eitthvert hop er á því, að Íslandsbanki muni halda óbifanlega í einkarjett sinn, þá er Landsbankinn nefndur. 1917 er skorað á stjórn að leita samninga við Íslandsbanka um, að hann sleppi seðlaútgáfu rjettinum, eða að minsta kosti hindrunarrjettinum á seðlaútgáfu fram yfir 2½ milj. kr. Náðist samkomulag um það síðartalda, og komu fram frumvörp um það á þingi 1919, þótt ekki næðu þau fram að ganga. Ekki var annað orðað en að Landsbankinn tæki við seðlaútgáfurjettinum.

Það er þó fyrst eftir kreppuna miklu 1920, að þetta kemur í ljós með lögum, nr. 6, 31. maí 1921, um seðla Íslandsbanka, hlutafjárauka o. fl., er Íslandsbanki skyldaður til þess að draga seðla sína inn, eina miljón á ári frá 31. okt. 1922 (þá 8 miljónir), þar til hún er komin í 2½ miljón (væntanlega haustið 1928), en úr því jafna upphæð árlega til 1933, er leyfistími hans er á enda, eða um ½ miljón á ári. Þetta sýnir, að viljinn var sá, að láta nú einkabankann missa seðlaútgáfurjettinn, og neyð hans notuð til þess að ná honum fyr en annars. Árið eftir er svo ákveðið, að Landsbankinn skuli setja í umferð þá seðla, sem vanta kunni vegna inndráttar Íslandsbankaseðlanna (1. nr. 7, 4. maí 1922), og var þetta sett inn á þinginu, því að í stjfrv. um þetta var óákveðið, hver skyldi fara með þessa seðlaútgáfu.

Endanlegri ákvörðun var þó slegið á frest frá ári til árs, en það sýnist hafa vakað fyrir mönnum, að Landsbankinn mundi taka við seðlaútgáfunni, þegar þar að kæmi. Hann hafði eflst og aukist jafnt og þjett.

Jafnaðarreikningur hans er:

1905

4956000 kr.

1910

7147000 —

1915

12076000 —

1920

33005000 —

1921

39230000 —

1922

42190000 —

1923

46020000 —

1924

50527000—

Aftur á móti nær Íslandsbanki há-

marki 1919.

Reikningarnir líta þannig

út:

1919

54522000 kr.

1920

52344000 —

1921

51295000 —

1922

47099000 —

og er þá enn ekki byrjaður inndráttur seðlanna. En úr því hefst hann, og því ekki rjett að halda dæminu lengra áfram.

Á þingi 1924 kemur fyrst fram rödd um það, að Landsbankinn megi ekki fá seðlaútgáfuna, heldur beri nú að setja upp nýjan banka eða stofnun, sem hafa eigi á hendi seðlaútgáfu í ríkinu. Síðan hefir deilan staðið um þetta. Annars vegar er sú skoðun, sem hefir öll sögulegu rökin sín megin, sú, sem byggist á allri þróun okkar eigin bankamála. Hinsvegar er ný uppfundin eða innflutt skoðun, rótlaus í meðvitund manna og óreynd í því „praktiska“ lífi hjer á landi.

Jeg fullyrði ekki, að þetta sje neitt úrslitaatriði í málinu, en vissulega þarf sterk rök til þess að fara svo að á tímum eins og þeim, sem nú eru. Hvað er það nú, sem þessum straumhvörfum veldur?

Ástæður með og móti eru nú orðnar svo kunnar, að menn geta talið þær á fingrum sjer. Jeg ætla mjer því ekki að svo komnu að fara að reikna þær upp. Ýmsar af þeim eru nefndar í nál. meiri hl. fjhn. Jeg vil hjer aðeins drepa á þær helstu.

Það, sem menn hafa sett fingurinn á, fyrst og fremst, og það sem mun hafa komið öllu af stað, er sú staðreynd, að Landsbankinn hefir ávaxtað mjög mikið af sparifje landsmanna, en í öðrum löndum viðgengst það ekki, að seðlabankarnir borgi vexti af innstæðum. En það getur ekki verið nóg ástæða, að þetta er svo. Það verður og að sýna ástæðurnar. Og þá játa fræðimenn, að af hreinum bankafræðilegum ástæðum sje ekkert á móti sameiningu seðlaútgáfu og sparisjóðsstarfsemi. Að stefnt hefir í þessa átt, er af vissum, ákveðnum ástæðum. T. d. hefir verið litið svo á, að banki, sem hefði seðlaútgáfurjett, hefði með honum ódýrari peninga en innlánsfje. Hann væri því ekki að draga sig eftir því. Þá er og auðlegðin víða svo mikil, að illa gengur að torga peningunum, og menn meta það meira en alt annað að fá þá tryggilega geymda. Nefnd, sem athugaði á öldinni sem leið Frakklandsbanka, þorði ekki að leggja til, að hann gæfi vexti af innlánsfje, þó að það væri að sumu leyti æskilegt, vegna þess, að þá mundi hrúgast í bankann svo gífurlegt fje, að engin leið væri fyrir hann að koma því í útlán.

Það út af fyrir sig, að seðlabanki hafi innlán, er alviðurkent, og allir seðlabankar hafa meira eða minna af því. Það ætti þá að vera sá mikli munur, að borga vexti eða ekki. Það er að vísu satt, að vextir af innlánsfje geri bankanum nauðsynlegt að ávaxta fjeð, en þá er galdurinn sá einn, að sníða vaxtaupphæðina rjett, miða hana við það, sein bankinn getur ávaxtað tryggilega, og miða hana við það, að bankinn geti legið inni með hæfilega stóran part af fjenu. Auk þess er það talsverður hluti þess fjár, sem bankinn getur með heilbrigðu móti ávaxtað á tryggan hátt í góðum verðbrjefum.

Ástæðurnar gegn sparisjóðsstarfsemi seðlabankans minka og rýrna að sama skapi, sem landið er fátækara að starfsfje í hlutfalli við fjárþörf, því að sama skapi er hægt fyrir bankann að velja úr tryggingum. Það eru fyrirtækin, sem leita fjárins, en í auðugu löndunum verður fjeð að leita fyrirtækjanna. Lítilfjörleg innlánsvaxtalækkun ver seðlabankann fyrir allri hættu af ofvexti sparifjárins, ef ekki er neitt óeðlilegt gert til þess að draga að honum slíkt fje. Yfirleitt liggur nærri, að það sje broslegt hjer á landi að tala um það, sem er aðalástæðan gegn vöxtum sparifjár annarsstaðar, sem sje of mikið fjársafn að bankanum. Á hinn bóginn má segja, að sparisjóðsstarfsemi og seðlaútgáfa styðji hvað annað á margvíslegan hátt, ef vel er með farið. Má taka til dæmis, ef ótti kemur að innstæðueigendum í svip, svo að sparifje er rifið út. Þetta getur sett aðra banka í bobba, en seðlabankanum er þá alveg óhætt að gefa út seðla í bráð og stöðva óttann með jöfnum útborgunum, því að slíkt fje er ekki tekið út til eyðslu, heldur lagt í handraðann og hverfur inn í bankann þegar í stað, þegar óttinn er liðinn hjá. Dæmi Englandsbanka eru „klassisk“ í þessu efni, 1847 og 1857, þó að þau sjeu ekki alveg hliðstæð, þá sýnir það vel, hvernig aukin seðlaútgáfa í svip getur stilt óttann og dregið peningana út úr fylgsnunum á krepputímum. Á hitt verður þó að leggja miklu meiri áherslu, að sparisjóðsstarfsemi styður seðlaútgáfuna með því að koma bankanum í bein viðskifti við atvinnuvegina, og með því bæði gefa bankastjórninni fullkomna og nákvæma þekkingu á öllum högum þeirra, ekki af sögusögn, heldur eigin reynd, og með því að gera bankanum mögulegt að grípa sjálfur inn, áður en orðið er um seinan. Þetta geta seðlabankar annara ríkja nokkuð vegna þess, að þeir starfa með miklu innskotsfje, þótt engir vextir sjeu af því greiddir, í stað þess, að hjer mundi seðlabankinn ekkert stofnfje hafa annað en seðlana, og hann yrði því að vera hlutlaus áhorfandi, þar til hinum bönkunum þóknaðist, nema að því leyti, sem þeir þurfa endursölu víxla.

Ef nú seðlabankastjórnin fer að óttast ofvöxt í atvinnuvegunum og vill láta fara að rifa seglin, en hinir bankarnir líta öðruvísi á, þá er augljóst, að þeir koma ekki til seðlabankans fyr en í fulla hnefana með aðra víxla en þá, sem erfiðast er að veita, en styðja hitt með eigin fje sínu.

Það hefir verið haft á móti þessu, að áhrif seðlabankans, þótt sparifje hefði, geti aldrei verið nema neikvæð. Hann geti ekki annað en dregið saman seglin sjálfur, lánað minna o. s. frv. En er það ekki munur, hvort sá banki, sem það gerir, stýrir aðeins 9–10 miljónum í seðlum, eða hvort hann stýrir um helmingi alls starfsfjár bankanna í landinu? Ef prívatbankarnir taka upp hættulega útlánsstarfsemi og halda henni áfram þrátt fyrir aðvaranir seðlabankans, er þá ekki munur, hvort þeir bankar hafa helminginn af starfsfjenu eða starfsfjeð nálega alt?

Þetta á ekki aðeins við sjálfa útlánsstarfsemina, hina beinu framkomu bankans, meiri eða minni fúsleik að að lána, heldur og við hina óbeinu stefnu, sem birtist í forvaxtastefnu. Bankinn hlýtur að vera því máttugri þess að ráða, og hafa fram sína stefnu í þeim efnum, sem hann er fjesterkari.

Mætti þá enn vitna í erlenda reynslu og segja, að ekki ráði seðlabankarnir þar yfir helmingi alls starffjárins, og er það að vísu satt. En þá þarf á fleira að líta, og skal það nú athugað nokkru nánar.

Til þess að geta komið fram forvaxtastefnu sinni, þarf seðlabankinn að hafa talsverðan hlutfallslegan styrk á við hvern einstakan af hinum bönkunum, því að að öðrum kosti er hætt við, að sá banki, sem er seðlabankanum fullkomlega ofjarl að starfsfje, geti að minsta kosti um talsvert bil þverskallast við að fylgja honum, ef hagsmunir hans ganga í aðra stefnu. Þetta hefir þau áhrif, að hjer, þar sem privatbankinn er aðeins einn, (eða tveir, ef Landsbankinn ætti að starfa áfram eins og privatbanki, án seðla), verður seðlabankinn að vera miklu sterkari en annarsstaðar í hlutfalli við starfsfje bankanna í heild.

Seðlarnir einir eru á Norðurlöndum nokkurnveginn svipaður hluti af allri passiv-starfsemi bankanna í landinu:

Í Danmörku 31. des. 1923 eru seðlar kr. 470343585, en önnur passiva allra banka um 4483173000, eða tæplega 1/10

Í Noregi 31. des. 1922 eru seðlar kr. 395861299, en önnur passiva allra banka um 4820756278, eða tæpl. 1/11.

Í Svíþjóð 31. des. 1923 eru seðlar kr. 537292684, en önnur passiva allra banka um 5996894189, eða um 1/11.

Á Íslandi 31. des. 1924 eru seðlar kr. 8988000, en önnur passiva beggja banka um 91095704, eða nokkuð yfir 1/10 (tæplega 1/11).

Í Englandi er hlutfallið talsvert annað.

Af þessum samanburði sjest, að seðlamagnið er í mjög líku hlutfalli við öll passiva bankanna hjer eins og í nágrannalöndunum, sem við getum best borið okkur saman við. Ætti því banki, sem starfar með seðlum einum, að vera álíka sterkur. En þá kemur það til, að í hinum löndunum er fjármagnið dreift milli fjölda banka. Sama dag, sem áður er nefndur, var það þannig:

1. Danmörk: Bankar voru 189 að tölu fyrir utan þjóðbankann. Alls rjeðu 9 bankar yfir ¾ fjármagns bankanna. Stærsti bankinn hefir jafnaðrreikning 635475000.

2. Noregur: Þar eru bankar 170 að tölu. Þar rjeðu 28 bankar yfir talsvert meiru en ¾ alls starfsfjárins (utan ríkisbankans). Stærsti bankinn hafði jafnaðarreikning 602737000 og næst stærsti 505721381.

3. Svíþjóð: Þar eru alls 32 bankar. 18 stórbankar ráða þar yfir nálega öllu fjenu og 8 þeir stærstu hjer um bil 2/3. Stærsti bankinn hefir jafnaðarreikning kr. 1096853129, næst stærsti 1017321877. Stærsti af „solidarisku“ bönkunum (enskilda b.) kr. 465485200.

Af þessu sjest, að allra stærstu bankarnir hafa ekki helmingi hærri jafnaðarreikning en seðlarnir eru einir hjá seðlabönkunum, nema í Danmörk kemst Landmandsbanken 1923 fram úr því. Flestir stórbankarnir ná ekki líkt því seðlaupphæðinni. En hjer hefir Íslandsbanki jafnaðarreikning, sem er um fimmfölduð seðlaupphæðin alls, og ræður einn upp undir helmingi alls starfsfjárins.

En nú starfa seðlabankarnir alstaðar með nokkru fje öðru en seðlum, og sýna eftirfarandi töflur það í aðaldráttum, miðað við sama dag (31. des. 1923 í Danm. og Svíþjóð og 31. des. 1922 í Noregi).

1. Danskir bankar.

A c t i v a

National-

Aðrir

bank

bankar

1000 kr.

1000 kr.

Sjóður

228.0481)

111.818

Innl. bankar og sparisj. . .

365

156.525

Innl. veðbrjef og hlutabrjef

11.779

602 394

Innl. víxlar

260.856

585.577

Lán gegn veði eða ábyrgð

59.063

477.081

Reikningslán. ........

— — —

1.053.183

Hlaupareikn.

99.403

590.321

Ýmsir skuldun.

55.491

126.060

Activa alls

741.508

4.112 019

1) Gullforðinn.

P a s s í v a

National-

bank

Aðrir bankar 1000 kr. | 1000 kr.

Hlutafje

Varasjóður

Hlaupareikn. og folio..... Sparisj. og innl

Innl bankar og sparisj. . .

Accept

Ýmsir skuldb. m

149.628

84.028 í 910.585

— >— 2.000.067

177 372.183

470.5381) 12.497

119.619 105 260

27 000

384.964

39.322

Passíva alls

741.508 4.112.019

1) Hjer af seðlar kr. 470.343.585.

2. Norskir bankar.

Activa

Noregs- Aðrir

banki bankar

1000 kr. 1000 kr.

Víxar og víxiloblig. . . . .

Reikningslán

Sjóður

Activa alls

323.497 809.468

55.847 2 311.405

147.2851 141 882

685.029 4.531.589

1) Gullforðinn.

P a s s i v a

Noregs- Aðrir

banki bankar

1000 kr. 1000 kr

Hlutafje

Varasjóður

Innlán

Seðlar

35.000 I 465.475

15.127 1 230.083

115.934 1 2.696.706

395 8611) —» —

Passiva alls

685.029 4 531.589

1) Nákvæmar 395.861 299.

3. Sænskir bankar.

Activa

Sver.

Riksbank

1000 kr.

Aðrir bankar 1000 kr.

Gullforði

Annar sjóður

Ríkissk.brjef og önnur br.

Hlutabrjef ..........

Innl. víxlar

Lán.

Reikningslán og hl.reikn. .

271.839

4 174

54.290

—> —

454.760

45.820

2 221

869

94.596

225.238 117.045 861.437

2.621.550 833.064

Activa alls

938.239 5.595.948

P a s s í v a

Sver.

Riksbank

1000 kr.

Aðrir bankar

1000 kr.

Seðlar

Giro

Innl. sparisj. og hl.reikn. .

Varasjóður

Stofnfje (Hlutafje)

537.2931)

303.741

12.500

50.000

— >—

423.279 3252.2102) 278.881 556.316

Passiva alls

938.239

5595.948

1) Nánar tiltekið 537.292.684

2) Af þessu: Sparisj. 787.182.

Hlaupar. 448.692.

Innl. 2.016.336.

Af þessu yfirliti sjest, að yfirleitt eru seðlabankarnir stærstu og sterkustu bankarnir að fjármagni, þó að þeir leggi sig ekki eftir innlánsfje. Til samanburðar mætti setja hjer áætlun um ríkisbankann tilvonandi. Þarf ekki að gera ráð fyrir svo sem neinum innlánum, ef vextir eru ekki greiddir af þeim. Stofnfje er gert 3 miljónir, og varasjóður er enginn í upphafi. Jafnaðarreikningur hans mundi verða á þessa leið:

Íslenskur seðlabanki

(miðaður við reikninga bankanna 1924)

Activa

Ríkisbankinn

Hinir

2 bankar

Gullforði

Önnur activa ....

3.500.000

8.500.000

— > —

86. 191.7041)

Activa alls

12.000 000

86.091.704

1) Activa bankans nú að seðlum frádregnum (nema krónuseðlum).

P a s s í v a

Ríkisbankinn

Hinir 2 bankar

Seðlar

Stofnsj. (hlutafje) . .

Önnur passiva . . .

9.000.000

3.000.000

— > —

— > —

5.600.000

80.491.704

Passiva alls

12.000.000 | 86.091.704

Ef slíkur seðlabanki væri hjer, mættu stærstu bankar hafa jafnaðarupphæðir sem hjer segir: Móts við

Danmörku, stærsti banki um 17000000.

Noreg — — — 8000000.

Svíþjóð — — — 14000000.

En raunverulega mundu þeir hafa hvor nálægt 43 milj.

Af þessu sjest, að hjer á landi er alveg sjerstakt ástand í þessu efni, og með öllu ósambærilegt við hin Norðurlöndin, og að vegna þessa er brýn þörf á því, að seðlabankinn sje sterkari en annars gerist, en það getur hann varla orðið hjer með öðru en því, að styðjast við innlánsfje, sem vextir eru greiddir af. Sjest af þessu sem öðru, hve hættulegt það er, að vitna einhliða í erlenda reynslu, ef ekki er alls gætt.

Jeg hefi nú farið nokkuð út í þetta höfuðágreiningsefni, samband sparisjóðsstarfsemi og seðlaútgáfurjettar og ýmsar afleiðingar þess, hvort það verður látið viðgangast hjer eða ekki.

Þar sem jeg er nú enginn bankafræðingur, sem geti látið menn hlýða á orð mín sem eitthvert goðsvar (og svo mun nú reyndar vera með flesta hjer), þá er gott að geta úr flokki talað um þetta mál. Þegar þetta mál kom fyrst fram, á þingi 1924, var því frá vísað vegna þess, að það þyrfti að láta erlenda bankafræðinga segja álit sitt á málinu. Þetta var gert. Einhver besti fræðimaður í þessari grein var að spurður. En þá er það ófullnægjandi, og átti þá að spyrja hina „praktisku“ bankamenn, þá, sem sjálfir hefðu reynsluna. Nú hafa allar þjóðbankastofnanir á Norðurlöndum sagt álit sitt. Og öllum ber saman. En það dugar ekki samt.

Þó vonast menn víst varla eftir, að hægt sje að spyrja erlenda menn frekar um málið, því að nú er farið að toga ummæli þessara erlendu bankastjóra þannig, að þeir sjeu í raun og veru á móti því, sem þeir leggja til. En á móti öllu slíku verð jeg að láta nægja að vitna í orð þeirra, eins og þau liggja fyrir, og verður að sætta sig við það, þó að andstæðingarnir vitni sínu máli til sönnunar í það, sem lesa megi milli línanna. Jeg legg meira upp úr því, sem skrifað stendur í línunum. Jeg tek ekki upp einstök ummæli, því að það er langtum sterkara að taka álitsskjölin sem heild, og efast þá enginn um, hvað í þeim er lagt til um þetta mál. Hina aðferðina hafa aftur á móti venjulega þeir, sem eru að fá annað út úr orðunum en þau eigi að merkja, að rífa einstakar setningar úr samhengi.

En þessi samróma álit allra þeirra, sem leitað hefir verið umsagnar frá, bæði fræðimanna og bankamanna, eru feikilega mikill styrkur fyrir þjóð, sem sjálf er ung og lítið reynd. — Og það kemur hjer heim gömul reynsla, að það eru þeir ungu og óreyndu, sem hanga fastast í fræðisetningunum, en hinir reyndu hafa fræðisetningarnar svo að segja í blóðinu, og eru svo óhræddir að heimfæra alt eftir því, sem á stendur.

Þá vil jeg minnast á eitt atriði, sem mjög er gengið fram hjá. Það er oft talað svo, sem henda eigi seðlaútgáfurjettinum í Landsbankann án allra breytinga á honum. Það lá við, að það væri svo 1924, og þó ekki alveg. En svo er sama, hvernig breytt er í þessu efni, það stoðar ekkert. Skal jeg nú víkja að því helsta, sem breyta á í fyrirkomulagi bankans.

Það hefir verið leitast við að gefa honum tryggari stjórn, bæði með því að kippa honum undan snöggum breytingum stjórnmálanna, og um leið að tryggja honum bankaráð, sem verði starfandi bankaráð, en ekki eins og áður hefir verið, til málamynda mestmegnis. Er til þess ætlast, að formaður bankaráðsins sje bankastjórninni jafnan innan handar og fylgist með í störfum hennar, og að bankráð og bankastjórn komi saman á hálfs mánaðar fresti, til þess að bankaráðið geti ráðið fram úr ýmsu um daglega starfsemi bankans.

Svo er það skifting bankans í sparisjóðsdeild og sjerstakan seðlabanka, sem er alveg aðskilinn hinni bankastarfseminni. Þessar tvær bankadeildir eiga ekki neitt annað sameiginlegt en að þær eiga að vera í „personal union“ um eina og sömu stjórn.

1. brtt. meiri hl. er aðeins til þess að leiðrjetta pennavillu í frv. stjórnarinnar, þar sem talað er um gullmynt, að nýr stafl. komi undir 9. gr. frv.

Þá er brtt. við 61. gr., um úttekt bankans, að í stað „bankaráðs“ komi „ráðherra“. Sýnist það eðlilegra, því að bankráðið má skoða sem viðtakanda.

Þá er brtt. við 63. gr., og þar hefir meiri hl. nefndarinnar fært ákvæði stjfrv. í sama form og var hjá meiri hl. bankanefndar í frv. hennar. Í stjórnarfrv. er litið svo á, að bankastjórastöðurnar, sem hjer um ræðir, verði lagðar niður með hinum nýju bankastjórastöðum, og verði því öll bankastjóraembættin laus í upphafi. En meiri hl. vill fylgja milliþinganefnd í tillögum um þetta atriði, en þar er svo ákveðið, að þegar eitt sæti losnar í bankastjórninni, þá skuli ráða aðalbankastjóra. Þessi ákvæði finnast meiri hl. fjhn. aðgengilegri heldur en ákvæði stjfrv.

Í 68. gr. frv. stendur „venjulegir forvextir“. Það er óviðkunnanlegt orðatiltæki, en mun vera átt við meðalvexti. Hefði verið betra að segja almennir forvextir. En meiri hl. fjhn. leggur til, að þar standi aðeins forvextir.

Að svo mæltu vil jeg mæla hið besta með frv. og vil brýna fyrir hv. þdm. að athuga, hve mikils virði það er, að binda nú enda á þetta mál, og að það er hart, ef þingið bæri ekki gæfu til þess.