21.03.1928
Neðri deild: 53. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1977 í B-deild Alþingistíðinda. (993)

2. mál, fjáraukalög 1926

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Jeg hygg, að hv. þm. V.-Húnv. (HJ) hafi sjest yfir, að leitað er aukafjárveitingar fyrir þeim útgjöldum, er hann mintist, því þau eru talin með óvissum útgjöldum, en fyrir þeim er leitað aukafjárveitingar í einu lagi. En sumt af því, sem hann sagði og snertir efnishlið landsreikningsins, ætti heldur við, að kæmi fram við umr. um hann. Ef hv. þm. (HJ) flettir upp á bls. 54 í landsreikningnum, sjer hann, að mismunur á gengisreikningi er þar færður allur í einu lagi á óviss útgjöld, og svo leitað aukafjárveitingar fyrir þeim í einu lagi einnig.