28.01.1930
Neðri deild: 7. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í C-deild Alþingistíðinda. (1041)

29. mál, rekstarlánafélög fyrir bátaútveg og smáiðju

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Ég hafði ekki athugað þessa brtt. og hafði þess vegna ekki neitt talað um hana, en verð að lýsa yfir því, eins og um daginn, fyrir n. hönd, að hún heldur fast við ákvæðin í frv., en það er vegna þess, að stj. Búnaðarbanka Íslands hefir lagt mikla áherzlu á, að þeim sé haldið. Þessi brtt. fer að vísu ekki eins langt og hv. Ed. gerði, þar sem hún felldi þessi ákvæði burt, því að þótt þessi brtt. yrði samþ., yrði svo næst á eftir ákvæðum 84. gr. veð sveitabankanna það myndi verða fyrsta með, sem gengi á eftir því, sem 84. gr. segir. En yfir höfuð vil ég lýsa yfir því, að n. er því mótfallin, að þessu sé breytt, vegna þess að stj. Búnaðarbankans hefir lagt mikla áherzlu á, að þessi ákvæði haldizt óbreytt.