30.03.1931
Neðri deild: 37. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1128 í C-deild Alþingistíðinda. (1590)

283. mál, virkjun Efra-Sogs

Á 37. fundi í Nd., 30. marz, þá er lýst hafði verið í fundarlok dagskrá, næsta fundar, skýrði forseti frá, að sér hefði borizt frá 6 deildarmönnum (HV, SÁÓ, HG, MJ, JÓl, ÓTh) svo hljóðandi áskorun:

„Samkvæmt 43. gr. þingskapa Alþingis óskum við undirritaðir alþingismenn þess, að á morgun verði tekið fyrir sem fyrsta mál á dagskrá í neðri deild frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 11, 18. maí 1920, um þingmannakosning í Reykjavík (þskj. 194) og annað mál á dagskrá frv. til 1. um virkjun Efra-Sogsins (þskj. 283)“.