10.08.1931
Efri deild: 25. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í C-deild Alþingistíðinda. (1845)

15. mál, forkaupsréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Forseti (GÓ):

Hv. 4. landsk. hefir afhent mér svo hljóðandi skriflegar brtt. við frv.:

„1. Á eftir orðunum „svo og öðrum fasteignum“ í 1. mgr. 1. gr. komi: innan lögsagnarumdæmisins.

2. Á eftir orðunum „svo og öðrum fasteignum“ 2. mgr. 1. gr. komi: innan hreppsins.

3. Aftan við 2. gr. bætist: Jafnframt skal hún þinglesin á varnarþingi fasteignar“.

Til þess að brtt. þessar megi koma til umr. og atkvgr., þarf að veita afbrigði frá þingsköpum.