20.05.1932
Efri deild: 79. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (2174)

528. mál, reksrarlán fyrir Útvegsbanka Íslands h/f

Jakob Möller [óyfirl.]:

Eiginlega hefir hæstv. fjmrh. tekið af mér ómakið við að svara hæstv. dómsmrh.

Mér skildist hæstv. dómsmrh. beina því til okkar, að við værum að beita okkur fyrir hinni rússnesku stefnu í bankamálunum. En eins og hæstv. fjmrh. benti á, þá er hæstv. dómsmrh. tvímælalaust frumherji hinnar rússnesku stefnu í bankamálum hér á landi. Það er ekki fyrst 1930, að hann tók þessa stefnu. Það er miklu fyrr. Hann hefir langan tíma unnið að því af öllum sínum mætti að eyðileggja Íslandsbanka og koma öllum viðskiptum yfir á Landsbankann og á hans ábyrgð. Að aðrir hafa líka neyðzt til að gripa til þessara raða, er aðeins afleiðing af þessu starfi hæstv. ráðh. Honum hefir tekizt að koma allri einkastarfsemi á því sviði undir lok.

Ég nenni ekki að leiðrétta það, sem hæstv. ráðh. sagði um það, sem ég skrifaði um lántökuna 1921. Það var allt misskilningur hjá honum. En honum gengur ekki svo vel að muna sín eigin afskipti af þeim málum, að hægt sé að búast við, að hann fari rétt með það, sem aðrir lögðu til málanna.