25.04.1932
Efri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2091 í B-deild Alþingistíðinda. (2392)

463. mál, fátækralög

Frsm. (Jón Jónsson):

Ég sé ekki beint, hvaða þýðingu það hefði að láta frv. hv. 2. landsk. koma fram í hv. d. N. hefir, með því að flytja nýtt frv., tekið afstöðu á móti því. Hinsvegar getur hv. 2. landsk. flutt brtt. við frv. og fengið skorið úr því, hvern byr það fær í deildinni, ef hann tekur ekki skorið úr því með afstöðu n.

Hv. þm. talaði um, að frv. væri lítils virði, þar sem aðeins væri verið að jafna niður 70–80 þús. kr. úr ríkissjóði. En í frv. er ekki talað um 70–80 þús., heldur það fé, sem þarf til að létta af sveitarfél. framfærslukostnaði samkv. 3. gr. frv. Skal ég benda á dæmi: Ef frv. yrði að l., eru líkur til þess, að Gerðahreppur í Gullbringusýslu fengi endurgreiddan frá ríkisstj. allt að helming þess kostnaðar, sem hann hefir haft. Nes í Norðfirði fengi um 1/3 hluta. þessi breyt. skiptir alls ekki litlu. Auk þess myndi að nokkru leyti greitt úr skuldaskiptum milli sveitarfélaga. Sé ég því ekki betur en að frv. ráði bót á mörgum annmörkum. Getur það verið hættulegt að flytja stórfelldar breyt., og er betra að gera það heldur seinna, þegar þetta er orðið að l.