09.03.1932
Neðri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í C-deild Alþingistíðinda. (2814)

30. mál, vigt á síld

Ólafur Thors:

Það gætir enn sömu raka hjá hv. þm. Ísaf.; hann er að gefa í skyn, að ég með því að taka mæliker, sem sé 150 lítrar og mæla síldina í heim, hafi verið að hafa af sjómönnunum 10%. Ég vil nú benda hv. þm. á, að það er samningur við Sjómannafélag Rvíkur, að sjómenn skuli fá premiu af 150 lítra málum. (VJ: Ja, réttutn málum). Ja, auvitað. Það er þannig hreinasta fjarstæða, að sjómenn hafi verið vanhaldnir um annað en það, sem málin hafa verið of stór, „allt upp í 10%“ segir hv. hv. í dag, „10 sagði hann í gær, en löggildingarstofan segir nú 6% , og þar af stafa 2% frá henni sjálfri, og önnur 2% af venjulegri stækkun mælikeranna við notkun.

Þá segir hann, að ef Hávarður Ísfirðingur hefði skipt í þessi 5 ár á Sólbakka, en ekki á Hesteyri, þá hefði hann fengið betri útkomu, sem svaraði eins árs afla. En hvað veit hann um þetta? Hann byggir þetta á þessum 1500 og 1800 málum., eða þó öllu heldur tilhneigingu sinni til að tala á móti betri vitund. Ég hefi sýnt fram á, svo ekki verður hrakið, að frá ári til árs hefir það síldarmagn, sem skipin hafa komið inn með í einu, farið vaxandi vegna þess, að skipstjórunum hefir lærst það, að taka minna í skipin af kolum og salti, og ég skal endurtaka það, að upp úr þessu skipi, sem hv. þm. Ísaf. minntist sérstaklega á, mældist 1927 1035 mál, 1928 1373 mál og 1929 1507 mál. Mismunurinn stafaði af því, að skipstjórinn var farinn að hafa minna af salti og kolum í skipinu, til þess að auka hurðarrúmið fyrir aflann.

En auk þess hefir ein af lestum skipsins, sem notuð var undir kol þau árin, sem skipið lagði aflann upp á Hesteyri, verið tekin undir síld þegar skipið lagði aflann upp á Sólbakka. Þetta veit hv. þm., því hann er meðeigandi í þessu skipi.

Hv. þm. hefir í þessu máli sýnt illkvittni, sem er fremur fátíð hér í þingsalnum, og beitt útúrsnúningum í stað raka. Óskammfeilni hans er með fádæmum, og hefi ég í langri viðkynningu aðeins einn sinni séð honum bregða, hverju svo sem hann hefir haldið fram eða við hann hefir verið sagt. Um daginn stakk ég upp á því við hann, að hann styddi mig í því að gera mikið þrifaverk fyrir almenning, að flytja með mér till., sem kæmi í veg fyrir það, að hæstlaunuðu embættismennirnir mættu taka á móti bitlingum. Þegar hann heyrði rétta, fór hann allur hjá sér og hafði sig hið skjótasta á brott.