05.05.1933
Efri deild: 64. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (3897)

42. mál, eftirlit með sparisjóðum

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég ætla ekki að tala um efni þessa frv., en þar sem svo er ástatt, að ég á sæti hér í d., en þetta mál snertir mig hinsvegar ekki alllítið persónulega, enda þótt hér sé verið að úrskurða um mál, sem er yfirgripsmeira en svo, að það snerti aðeins einn mann, þar sem hér er í raun og veru verið að úrskurða um það, hvort starfsemi eftirlitsmannsins með bönkum og sparisjóðum eigi að vera eins háttað eins og í nágrannalöndum okkar, þá vil ég leyfa mér að fara fram á við hæstv. forseta, að hann úrskurði, hvort ég er atkvæðisbær um þetta mál eða ekki.