15.04.1937
Neðri deild: 39. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í B-deild Alþingistíðinda. (271)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Gísli Guðmundsson:

Ég vil aðeins segja, að mér finnst hv. þm. G.-K. vera með óþörf heilabrot út af þessari einföldu till. Ég hefi í sambandi við till. ekki gefið yfirlýsingu f. h. Framsfl., og þess vegna mun ég ekki heldur leysa neitt úr spurningum hans um það, hvort það verði þingrof og kosningar. Ég vil aðeins benda á, að þessi brtt. er um það eitt, hvenær ein lög eiga að falla úr gildi og önnur að koma í staðinn. Það er ákaflega einfalt mál. Annað felur till. ekki í sér. Þessi lög, sem hér er lagt til, að falli úr gildi 31. des. 1937, eru einmitt lög, sem hv. þm. hefur talið sig andstæðan, og þess vegna finnst mér, að hann ætti að vera með till., því að hún gerir ráð fyrir, að þau séu stuttan tíma í gildi.