21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1046 í B-deild Alþingistíðinda. (1393)

98. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Ísleifur Högnason:

Ég verð að afsaka mig með því, að við kommúnistar höfum engan mann í þessari n., en í 2. gr. þessa frv. er skírskotað til. l. nr. 6 9. jan. 1935, en þar nær skattstiginn upp í 50000 kr. Hvort þetta er misritað í frv., veit ég ekki.

Um annan liðinn vil ég líka geta þess, að ég tek þá skýringu til greina, sem hæstv. fjmrh. gaf, en það er ekki getið um, hvort það eru þessi aðflutningsgjöld, sem taka eigi af þeim vörum, sem eru til í landinu, en mér finnst rétt að taka skýrt fram, að það væri átt við það, en ekki að búið væri að greiða önnur aðflutningsgjöld af þeim en þessi, sem hér er farið fram á.