28.02.1945
Efri deild: 138. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í C-deild Alþingistíðinda. (2477)

198. mál, samkeppni um hugmyndir að mannvirkjum

Gísli Jónsson:

Það var einungis út af ummælum háttv. síðasta ræðumanns.

Ég sýndi hér fram á það áðan með óhrekjandi rökum, að þetta mál málefnisins vegna hefði ekki átt að fara til menntmn. Viðvíkjandi utanborðsmótornum er það að segja, að maður skyldi ætla, eftir afgreiðslu mála í þessari háttv. n., að þeir hefðu háttv. þm. S.-Þ. þar fyrir utanborðsmótor, og er þá ekki að furða, þótt vel gangi.