07.12.1944
Neðri deild: 89. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1223 í B-deild Alþingistíðinda. (2865)

153. mál, hafnarbótasjóður

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Ég vildi að gefnu tilefni benda á það, að þörf er á, áður en þetta frv. fer út úr hv. d., að leiðrétta lítils háttar 2. gr., leiðrétting, sem er nauðsynleg, þegar 1. gr. hefur verið breytt, því að það stendur í 2. gr.: „Sjóðurinn skal vera í umsjá fjármálaráðherra og ávaxtast Landsbanka Íslands, enda sé fé hans jafnan handbært.“ Það mundi stangast á við orðalag þessarar 2. gr., ef orðalaginu væri ekki breytt. Þykir mér því heppilegt að gera hér nokkrar breyt. á, til þess að þessar gr. stangist ekki á.

Ég vil líka benda á það, að ef sú skriflega brtt., sem fram hefur komið frá hv. þm. N.-Ísf., verður samþykkt, sem ég vil mega ætla, þá mundi hún líklega falla bezt inn í að vera á milli þeirra tveggja mgr. í 1. gr., sem koma á eftir orðunum, sem eru í niðurlagi 1. mgr.

brtt., sem þarf að koma hér til leiðréttingar, er nú að verða handbær, og þarf ekki annað til að samræma þetta en bæta við orðunum: „sbr. þó 1. gr.“ í lok 2. gr. frv.

Skriflegu brtt. í þessa átt vil ég leyfa mér að afhenda hæstv. forseta.