06.11.1945
Neðri deild: 22. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (1058)

72. mál, strandferðaskip

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Mér þykir leitt að verða að angra hv. 2. þm. N.-M., en hjá mér eða stj. hafa engin sinnaskipti orðið í þessu máli, það hefur verið stefna stj. (PZ: Það var nafnakall um till. í fyrra). Ég gerði þá grein fyrir atkv. mínu, að málið væri í athugun hjá mþn., og það voru ekkert annað en flokkspólitískir hagsmunir, sem ráku þennan hv. þm. til að hlaupa fram fyrir mþn. En það eina rétta í málinu var að bíða eftir áliti mþn. og taka síðan upp og fylgja stefnu þeirri, sem mþn. markaði. Ég vil mótmæla því, að nokkur skoðanaskipti hafi orðið hjá ríkisstj., þó að hún hafi ekki séð ástæðu til að hlaupa eftir þessum tækifærissinnuðu till. Framsfl., sem bornar voru fram í ákveðnu áróðursaugnamiði, áður en álit mþn. lá fyrir.