15.04.1946
Efri deild: 107. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (867)

168. mál, gistihúsbygging í Reykjavík

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Þegar þetta frv. var upphaflega samið, var það sent til Rvíkurbæjar og Eimskipafélagsins, til umsagnar. Frá þessum aðilum komu fram þær skoðanir, sem felast í brtt. hv. þm. Nú er ekki slegið föstu, hvort framlag ríkissjóðs eigi að vera meira en 1/5. En ef framlagið fer fram úr því, verður þarna skerðing á atkvæðisrétti. Það, sem fyrir mér vakti, var, að ef um hlutafélagsform væri að ræða, þá væri ekki rétt, að þeir 2 aðilar, sem kynnu að bætast við, aðilar með lítið fé, en legðu fram fagþekkingu, hefðu sama rétt og hinir 3 aðilarnir, sem leggja fram allt féð. — Ríkissjóði er opin leið að takmarka sitt framlag við 1/5 hluta, og er þá enginn réttur af honum tekinn. Annars sé ég ekki, að þetta atriði þurfi að valda miklum ágreiningi.