03.03.1947
Efri deild: 83. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í B-deild Alþingistíðinda. (470)

47. mál, sauðfjársjúkdómar

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Vegna þess að málið var tekið út af dagskrá síðast, er það var hér til umr., og það fyrir mín tilmæli, vil ég lýsa yfir því, að ég hef síðan athugað till. á þskj. 446 frá hv. þm. N–M., og tel ég hana fyllilega réttmæta eftir þær breyt., sem orðið hafa á frv. í Nd., því að þá eru í lausu lofti málin um eftirlit með innflutningi sauðfjár. Legg ég því til, að hún verði samþ. Eins hef ég athugað till. frá hv. þm. N–M. á þskj. 476, og virðist mér þær allar til bóta. Svo vil ég ekki blanda mér meir inn í þessar umr.