06.02.1948
Efri deild: 54. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í C-deild Alþingistíðinda. (2892)

137. mál, sjúkrahús o.fl.

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti. Áður en ég geri grein fyrir till. n., vil ég taka fram, að ég tel þá breyt., sem hér er lögð til, aðeins til bráðabirgða og l. engan veginn til frambúðar. Ríkið reisir nú hús yfir ýmsa embættismenn sína, og gilda sín l. fyrir hvert embætti, ein fyrir læknisbústaði, önnur fyrir prestsseturshús o. s. frv., og ég tel brýna þörf á, eins og ég hef áður haldið fram, að öll þessi l. séu samræmd og ein l. látin gilda fyrir alla jafnt.

Það er augljóst um læknisbústaðina að þörfin á framkvæmdum er þar mjög misjöfn. Engin þörf er að reisa slík hús þar, sem sæmileg húsakynni eru þegar fyrir, sem læknir getur fengið keypt eða leigð, en annars staðar gegnir öðru máli.

N. lítur aðeins á till. sem bráðabirgðabreyt. til lagfæringar, þar sem gengið sé til móts við þær óskir, sem fram hafa komið um byggingaratyrki til læknisbústaða í hinum fámennari og fátækari héruðum. Ráðh. leggur til, að lagt sé í hans vald að auka styrki til læknisbústaða upp í allt að 96 byggingarkostnaðar þar, sem ráðh. telur brýnasta þörf á. N. taldi hæpið að leggja þetta á vald ráðh. og vildi setja sem ákveðnust fyrirmæli um það, hvar styrkinn ætti að hækka. Henni fannst eðlilegt, að miðað væri við íbúatölu í læknishéruðunum, sem er afar misjöfn, allt niður í 286 íbúa. Varð n. sammála um að leggja til að binda aukinn styrk við þau læknishéruð, sem hafa færri íbúa en 850. Þeir staðir, sem þá koma til greina, eru þessir: Reykhólar, með 444 íbúa. Þar er læknisbústaður, sem ríkið hefur styrkt áður, en þarf aðgerðar við, Flateyjarhérað, með 314 íbúa og engan læknisbústað, Bíldudalshérað, með 557 íbúa og læknisbústað, sem telja má viðunandi. Bolungavíkurhérað, með 749 íbúa. Þar er þannig ástatt, að þörfin á, að reistur sé þar læknisbústaður, er mjög brýn. Ögurhérað, með 739 íbúa. Þar er góður læknisbústaður. Hesteyrarhérað, með 329 íbúa. Þar er bústaður, sem þarf mikillar aðgerðar. Árnes með 498 íbúa. Þar er einnig bústaður, sem þarf aðgerðar við Grenivík, með 518 íbúa. Þar er bústaður sæmilegur. Vopnafjörður, með 689 íbúa. Þar er enginn læknisbústaður. Læknirinn býr þar í gömlu húsi, sem hann á sjálfur og nýr læknir mundi varla sætta sig við Bakkagerðishérað, með 286 íbúa, er fámennast allra læknishéraðanna. Þar er enginn læknisbústaður, en hins vegar er þar til töluverður sjóður, sem íbúarnir hafa myndað í þessu skyni. Djúpavogur, með 803 íbúa, hefur læknisbústað, en hann þarfnast aðgerðar. Breiðabólstaðarhérað, með 816 íbúa. Þar — og sama er að segja um Bolungavík — er aðkallandi að reisa læknisbústað, ef það á að halda lækninum.

N. lítur svo á, að öll þessi héruð séu of fámenn til þess, að þau geti staðið straum af byggingarkostnaði með smástyrk, og leggur til, að styrkur til þeirra bústaða, sem þar þarf að reisa, verði byggingarkostnaðar í stað 4/5. sem frv. gerir ráð fyrir. Í fimm af þessum héruðum kallar þörfin bráðast að þremur, sem eru læknisbústaðalaus, og tveimur, þar sem læknisbústaðir eru lélegir og læknar af þeim ástæðum að hrekjast þaðan brott.

N. er öll sammála um þessa till., en síðan n. lét af störfum hefur komið hér fram önnur brtt., og geri ég hana ekki að umtalsefni að svo stöddu, fyrr en flm. hafa gert grein fyrir henni.