12.12.1950
Neðri deild: 37. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 398 í B-deild Alþingistíðinda. (919)

116. mál, háskólakennarar

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Frsm. menntmn., hv. 7. þm. Reykv., er fjarstaddur, svo að ég vil leyfa mér að segja örfá orð um þetta mál, sem hér liggur fyrir. Þetta frv. er flutt af ríkisstj., og fjallar það um breyt. á l. um Háskóla Íslands. Þar er það ákvæði, að 2 af kennurum heimspekideildar skuli ekki hljóta prófessorsnafnbót eftir 6 ára kennslu, eins og þó er venja um aðra kennara skólans. Þetta frv. fer fram á það, að þetta ákvæði falli niður og þessir kennarar lúti hér eftir sömu lögum og aðrir kennarar skólans. Menntmn. hefur athugað þetta frv., og mælir hún með því, að það verði samþykkt.