29.11.1952
Efri deild: 32. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1055 í B-deild Alþingistíðinda. (1162)

18. mál, bæjanöfn o. fl.

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Hæstv. dómsmrh. kom dálitið flatt upp á mig þarna, svo að ég man ekki nákvæmlega um það atriði, sem ég vil hérna minna á, en þdm. munu sennilega kannast við. Hann tók dæmi af skattalögunum, hæstv. dómsmrh., og mig minnir það væri flutt einhver breyt. á skattalögunum hér nýverið, og þá var skotið inn bara brtt. frá hv. vandlætara þessarar aðferðar okkar, hv. þm. Barð., — bara svona smávegis breyt., að afnema alveg tekjuskattinn með öllu saman. Og þetta var, að mig minnir, látið ganga fram í gegnum d. þá. Ég vil bara skjóta þessu fram. Ég man ekki nákvæmlega, en mig minnir, að þetta væri svona. En sá, sem veit betur, hann leiðréttir þetta. (Gripið fram í.) Ja, en þá er fordæmið.