12.04.1954
Sameinað þing: 48. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í D-deild Alþingistíðinda. (2995)

192. mál, alsherjarafvopnun

Forseti (JörB):

Mér finnst, að hv. 2. þm. Reykv. geti verið rólegur nokkurn veginn að minnsta kosti til morguns, þó að endanleg afgreiðsla fáist ekki um málið í nótt. Hvorugur okkar getur ráðið því, ef Alþ. svo sýnist, að það sé möguleiki á því; umr. geta staðið það lengi. Það er því ekki slíku til að dreifa hvorugur okkar getur haft það á valdi sínu. — En það kalla ég ekki misnotkun á forsetavaldi, að borið sé undir Alþingi sjálft um tilhögun á umr., þar sem henni er ekki lokið og ekki skertur réttur þingmanns eða þingmanna að ræða málið tilskilinn tíma. Og ég er búinn að gefa hv. 2. þm. Reykv. loforð um það, að málið verði tekið á dagskrá á morgun, og þá hef ég í huga, að það sé það góður tími fram undan, að hægt sé að ræða málið, svo að það fái afgreiðslu. — Hv. þm. á nú hér enn mál á dagskrá, og ég álit, að við eigum ekki að verja mjög miklum tíma í að þrasa um þetta.