03.12.1956
Efri deild: 22. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 315 í B-deild Alþingistíðinda. (425)

71. mál, vöruhappdrætti fyrir Samband íslenskra berklasjúklinga

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. lögunum um vöruhappdrætti Sambands íslenzkra berklasjúklinga er sett hámarkshlutatala, 50 þús. hlutir. Nú hafa forráðamenn happdrættisins farið fram á, að þeir mættu auka upp í 65 þús. hluti, og vill ríkisstj. leggja til, að orðið verði við þessari ósk þeirra. Frv. fjallar um þessa breytingu á lögunum. Ég vil leyfa mér að mæla með þessu og enn fremur með því, að þetta frv. fengi skjótan framgang, því að það er mjög þýðingarmikið fyrir S. Í. B. S. að geta fengið að vita þetta nú alveg næstu daga. Samt sem áður mun ég leggja til, að málinu verði vísað til hv. fjhn.