01.06.1960
Sameinað þing: 57. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3665 í B-deild Alþingistíðinda. (1935)

Þingvallanefnd

Forseti (SÁ):

Viðvíkjandi aths. hv. 1. þm. Norðurl. v. vil ég aðeins svara því til, að það er sagt í l. um Þingvallanefnd, að það eigi eftir hverjar kosningar að skipa n., en þó tekið fram, að það skuli gert í lok fyrsta þings. Kosningin er þannig framkvæmd á réttum tíma með því að framkvæma hana í dag. Ég held, að það orki ekki tvímælis, að hv. 1. þm. Vestf., Sigurður Bjarnason, sé alþm. Hann hefur setið hér tvo síðustu mánuði á þingi, og ég leyfi mér því að úrskurða, að hann eigi rétt til að vera kjörinn í þessa nefnd.

Forseti lýsti yfir, að kjörnir væru án atkvgr.:

Sigurður Bjarnason ritstjóri,

Hermann Jónasson fyrrv. forsrh.

Emil Jónsson ráðherra.