13.03.1962
Efri deild: 63. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2311 í B-deild Alþingistíðinda. (1945)

139. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Eins og fram kom í nál. meiri hl. fjhn. við 2. umr. Þessa máls, hafði n. ekki unnizt tími til Þess að ljúka með öllu athugun sinni á frv. fyrir 2. umr., og hefur hún því haft nokkur atriði þess til athugunar síðar. Enn fremur hefur hún haft til athugunar nokkrar brtt., sem teknar voru þá aftur, og eina brtt. frá hv. 9. Þm. Reykv., sem lögð hefur verið fram milli umræðna. Niðurstöður þessara athugana n. koma að mestu fram í brtt. þeim, sem nefndin hefur flutt sameiginlega á þskj. 399, og mun ég hér gera örstutta grein fyrir þeim svo og afstöðu n. til þeirra brtt. frá einstökum þm., sem hún hefur haft til athugunar. Vík ég þá að brtt. á Þskj. 399.

Fyrsta brtt., við 11. gr. frv., er aðeins orðalagsbreyting, Þar sem orðalag Það, sem var í frv., gat misskilizt, og þarf sú brtt. ekki nánari skýringar við.

Þá flytur n. tvær brtt. við 13. gr. frv. önnur er í Því fólgin, að heimilað er að hækka frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna kaupa á lífsábyrgð úr 4 Þús. kr. í 6 Þús. kr. fyrir Þá, sem eru ekki aðilar að lífeyrissjóðum. Nefndinni höfðu borizt frá tryggingafélögunum tilmæli um það, að þetta hámark yrði hækkað, og var þar lögð sérstök áherzla á hækkun vegna þeirra, sem eru ekki aðilar að lífeyrissjóðum, en gera má ráð fyrir, að þeir hinir sömu kaupi sér lífsábyrgðir, sem að nokkru leyti geta þá komið í staðinn fyrir lífeyristrygginguna. Þó að n. hafi að vísu ekki talið fært að taka óskir líftryggingafélaganna í þessu efni að fullu til greina, þá er þó með þessari brtt. nokkuð komið til móts við þær. — í öðru lagi flytur n. brtt. við E-lið 13. gr., og er breyt. fólgin í því, að sú heimild, sem gert var ráð fyrir í frv. að væri til þess að draga afborganir af námsskuldum frá skattskyldum tekjum fyrstu 5 árin, eftir að menn höfðu lokið námi, sé ekki bundin við afborganir af námsskuldum, heldur námskostnað, sem gerð sé grein fyrir, og verði sett nánari ákvæði um Það í reglugerð. Nefndinni höfðu m. a. borizt áskoranir Þess efnis frá Verkfræðingafélagi Íslands og Læknafélagi Íslands, enn fremur hefur hún rætt Þetta mál við skattstjóra og nokkra fleiri skattasérfræðinga, sem álitu, að slík breyt. mundi verða til bóta.

Þá flytur n. í Þriðja lagi brtt. við 22. gr. frv. Er sú brtt. fólgin í Því, að ákvæðunum um mat á búpeningi til eignarskatts verði breytt þannig, að í stað þess, að verðlag búpenings sé ákveðið til 5 ára í senn, þá verði Það aðeins ákveðið til eins árs í senn. Þessi brtt. er flutt samkv. ábendingu og ósk frá ríkisskattanefnd, er hún öll stendur að, og taldi n. rétt að taka hana til greina.

Þá flytur n. Þá brtt. við 28. gr. frv., að Vestmannaeyjar verði sérstakt skattaumdæmi. Ákveðnar óskir hafa komið um það frá Vestmannaeyjum, að þessi breyt. verði gerð, og n. leit svo á, að Vestmannaeyjar hefðu að ýmsu leyti þá sérstöðu, að eðlilegt væri að taka tillit til Þessara óska.

5. brtt., við fyrirsögn 6. kafla, er aðeins orðalagsbreyting, orðið „tekna“ í fyrirsögninni er að áliti n. óþarft, og fer betur á því, að Það verði fellt niður, og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða meira um Það.

Þá flytur n. í sjötta lagi brtt. við 52. gr. frv., sem er í Því fólgin, að heimilað er Þar hvað einstaklinga snertir að taka tillit til þess, ásamt öðrum ástæðum, sem raktar eru í fyrsta lið gr., ef skuldatöp hafa skert gjaldþol gjaldþegnsins verulega. í Þessu efni er komið til móts við brtt., sem flutt var af hv. 5. Þm. Norðurl. e. (BjörnJ) á Þskj. 344, Þ.e. Þriðju brtt. á Því þskj., sem hv. þm. hafði tekið aftur til 3. umr.

Þá flytur n. í sjöunda lagi brtt. við 55. gr. frv. Þess efnis, að tekið er Þar fram, — en láðst hafði að gera það til þessa, — að niður skuli falla umboð allra skattanefnda og ríkisskattanefndar frá Þeim tíma, sem í þessari brtt. er tiltekinn.

Þetta eru þær brtt., sem n. flytur sameiginlega. Enn fremur liggur hér fyrir brtt. á Þskj. 4C0, sem flutt er af meiri hl. n. Það er orðalagsbreyting við H-lið 22. gr. Nefndin hafði flutt brtt. í Þessa átt fyrir 2. umr., en samkv. ósk hv. 1. Þm. Norðurl. e. (KK) var sú till. tekin aftur, og hefur till. hér verið orðuð upp að nýju og komið til móts við þær óskir, sem hann hafði fram að bera í því sambandi, þó að hans till. sé að vísu ekki tekin orðrétt upp. Fullt samkomulag varð þó ekki um þessa till. í nefndinni.

Þá vil ég víkja aðeins örfáum orðum að brtt. frá þeim hv. 5. þm. Norðurl. e. og hv. 9. þm. Reykv., sem n. hefur haft til athugunar, en þessar till. voru teknar aftur til 3. umr., auk þess liggur fyrir brtt. á þskj. 376 frá hv. 9. þm. Reykv. Hvað snertir brtt. á Þskj. 376 frá hv. 9. þm. Reykv., Alfreð Gíslasyni, þá mælir n. einróma með því, að hún verði samþ., telur þá breyt., sem hér er um að ræða, sem er e.t.v. meira orðalagsbreyting en efnisbreyting, til bóta. Varðandi brtt. frá sama hv. þm. á þskj. 352, þá er í brtt. n. komið til móts við fyrri brtt. á því þskj., og vænti ég, að hv. þm. geti sætt sig við þá lausn.

Þá liggur fyrir frá báðum þessum hv. þm. brtt. við 53 gr., þess efnis, að sú heimild, sem þar er gert ráð fyrir til að taka tillit til þess, ef skattþegn hefur, eins og það er orðað, „veruleg útgjöld haft vegna menntunar barna sinna eldri en 16 ára, verði gerð að skyldu. Þetta atriði var töluvert rætt í nefndinni. Enginn ágreiningur var um, að það nýmæli, sem felst í 53. gr., sé til bóta. Hitt er auðvitað álitamál, hvort þarna eigi að vera um skyldu að ræða eða aðeins heimild. Skattstjórinn í Reykjavík o.fl. sérfræðingar um framkvæmd skattamála, sem n. hafði kvatt sér til ráðuneytis, töldu, að af skattatæknilegum ástæðum væri eðlilegra, að hér væri aðeins, fyrst um sinn a.m.k., um heimild að ræða, en ekki skyldu, og hefur meiri hl. n. fallizt á það sjónarmið og telur sig því ekki geta mælt með því að svo stöddu, að þessar brtt. verði samþ.

Varðandi b-lið 1. brtt. á þskj. 344 frá hv. 5. þm. Norðurl. e., þá telur meiri hl. n. sig ekki geta mælt með því, að hún verði samþ. Hvað 2. brtt. snertir, við 11. gr., þá hefur verið komið til móts við hana með þeirri brtt., sem ég nefndi áðan og n. flytur sameiginlega á þskj. 399, og vænti ég þess, að hv. þm. geti unað þeirri lausn og munt því taka þá till. aftur.

Þá tel ég, að ekki sé meira um þetta að segja að sinni.