12.02.1976
Efri deild: 53. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1892 í B-deild Alþingistíðinda. (1570)

147. mál, Stofnfjársjóður fiskiskipa

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason) :

Herra forseti. Út af þessari ábendingu hv. 1. landsk. þm., þá hefur það komið nokkrum sinnum fyrir að umkvartanir hafa borist í þessum efnum. Í flestum tilfellum, sem það hefur verið kannað nánar, hefur verið um misskilning að ræða, menn hafa talið sig eiga meira inni, það ekki komið, búið að taka af þeim og ekki komið til Stofnfjársjóðsins. Það hefur eiginlega oftar verið að mínum dómi ástæðan fyrir umkvörtunum. Menn hafa talið sig, eftir að þeir voru búnir að fá skil, að féð væri komið inn til Stofnfjársjóðsins, en þá verður dráttur á sem er auðvitað margra sök. Í einstaka tilfellum hafa ekki legið fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi önnur lán skipa. En ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða, að það sé minna um þessar umkvartanir núna heldur en var, að það sé mun betri framkvæmd. Hins vegar er það, að ef þetta hefur við rök að styðjast, að menn geti með fullum rétti kvartað undan því, þá er auðvitað hægt að selja reglugerð þar sem kveðið er fastar á um þetta efni. Ég tek þessa ábendingu alveg eins og hún er hér sögð og skal hafa hana í huga, ef þessum aðfinnslum heldur áfram og þær hafa við rök að styðjast.