26.02.1976
Neðri deild: 69. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2216 í B-deild Alþingistíðinda. (1807)

168. mál, flugvallagjald

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur athugað þetta mál, frv. til l. um flugvallagjald, og er álit meiri hl. n. á þskj. 378. Hér er um að ræða framlengingu á flugvallagjaldinu, í nokkuð hreyttri mynd þó, auk þess sem gjaldið er lækkað frá því sem er í gildandi lögum. Það er lækkað vegna utanlandsferða úr 2500 kr. í 1500 kr. fyrir hvern fullorðinn og vegna ferða innanlands úr 350 og 175 kr. í 2110 kr. fyrir þá sem eldri eru en 12 ára.

N. varð ekki sammála um afgreiðslu málsins. Meiri hl. leggur til að frv. verði samþ. óbreytt.