03.03.1976
Efri deild: 70. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2349 í B-deild Alþingistíðinda. (1940)

182. mál, saltverksmiðja á Reykjanesi

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Hv. 1. landsk. þm. gerði heiti þessa frv. að umræðuefni og taldi að réttara væri, miðað við eini frv., að ræða um tilraunaverksmiðju. Það er sjálfsagt að það mál verði athugað í n. Það var ákveðið að halda því heiti sem viðræðunefndin um orkufrekan iðnað hafði gert till. um þegar hún gerði drög að þessu frv., en það skiptir ekki miklu máli og má kanna það í meðförum málsins hvort rétt þætti að breyta heiti frv. eða fyrirsögn. En efni þess og tilgangur kemur auðvitað skýrt fram bæði í 1. gr. og öðrum greinum þess.

Sami hv. þm. minntist á eignarrétt að jarðhita og landi á þessu svæði. Út af því vil ég taka fram að nú að undanförnu hefur verið unnið að grg, í iðnrn. um það mál og munu þær upplýsingar liggja fyrir skjótlega og verða lagðar fyrir hv. iðnn.

Ég vil svo flytja þakkir þeim þm, öllum, ég held 5 að tölu, sem hér hafa lýst fylgi sínu við málið. Ber það vissulega vott um að þetta mál muni fá greiðan gang í gegnum þingið. Við skulum vona að það verði þjóðinni til gagns að til slíkrar iðju verði stofnað eins og hér er gert ráð fyrir.