16.03.1976
Sameinað þing: 65. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2601 í B-deild Alþingistíðinda. (2158)

122. mál, hönnun bygginga á vegum ríkisins

Flm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það er bara örstutt aths. vegna orða hv. 5. þm. Vestf. Þetta skylduákvæði um Breiðholtsíbúðirnar, það var alveg rétt hjá honum, hann sagði meiri hlutann af sögunni um hvernig það var framkvæmt. Það var tekið út úr húsnæðismálakerfínu, þessi 80%, og það var raunar gert svolítið meira, — vegna þess að gatnagerðargjöldin voru tekin inn í dæmið gat Reykjavíkurborg lagt sín 20% fram sem gatnagerðargjöld og 80% stóðu undir byggingu húsanna. Hitt eru svo aftur mistök, sem ber að harma, að í leiguíbúðalögunum skuli þetta hafa verið orðað með þeim hætti sem gert var, að það var heimildarákvæði, en ekki skylduákvæði. En þar er fyrst og fremst við að sakast frjálslynda vinstri menn sem höfðu með það að gera eða ráðh. í málinu, áttu félmrh. þegar lögin voru sett, og það var verst að Karvel skyldi ekki hafa bent honum á þetta meðan tími var ti1 að koma þessu í lögin á mótunarstigi. (Gripið fram í: Það var fjmrh.) Það kann að vera að fjmrh. hafi haft nokkuð um þetta að segja líka, en félmrh. hefur líka verið aðill að þeirri lagasetningu.