Sjópróf skulu hér á landi fara fram [fyrir héraðsdómi].1) Erlendis eru sjópróf haldin hjá þeim dómstól eða yfirvaldi sem þau embættisstörf ber undir á þeim stað eða ræðismanni Íslands ef hann hefur vald til þess. Ef sjópróf fer fram fyrir erlendum dómstól eða yfirvaldi skal hinum næsta íslenska ræðismanni tilkynnt um það þannig að hann geti verið viðstaddur. Ræðismaður sendir utanríkisráðuneytinu skýrslu um sjópróf hvort sem hann hefur haldið það sjálfur eða átt þess kost að vera viðstaddur en skýrslan skal síðan send [Siglingastofnun Íslands].2)
1)L. 92/1991, 82. gr.2)L. 7/1996, 15. gr.