131. löggjafarþing — 35. fundur
 22. nóvember 2004.
fjáraukalög 2004, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 76. mál. — Þskj. 76, nál. 375, 380 og 390, brtt. 376, 377, 378 og 391.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:44]

[15:39]
Einar Már Sigurðarson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þá er komið að lokum 2. umr. um fjáraukalög fyrir árið 2004. Enn á ný verðum við vitni að því að áætlanir eru ekki sterkasta hlið ríkisstjórnarmeirihlutans í fjárlagagerð. Meira að segja blasir við að misjafnar reglur gilda gagnvart stofnunum ríkisins og jafnvel innan sama ráðuneytis, og það eru miklar líkur á því, herra forseti, að við fáum að sjá aðra mynd þegar ríkisreikningur ársins 2004 verður lagður fram.

Enn á ný kvikna ýmsar spurningar um það hvort allt það sem er í þessu frumvarpi standist lög um fjárreiður ríkisins. Við stöndum frammi fyrir gjörðum hlut með það sem í þessu frumvarpi er, og þess vegna er ábyrgðin algjörlega hjá ríkisstjórnarmeirihlutanum. Þingflokkur Samfylkingarinnar mun þar af leiðandi sitja hjá við allar breytingartillögur meiri hlutans.



[15:40]
Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú er verið að ganga til atkvæðagreiðslu um breytingar á frumvarpi til fjáraukalaga og sundurliðað fjáraukalagafrumvarp við hefðbundna 2. umr. Meginhluti frumvarpsins og þeirra breytinga sem hér eru lagðar fram á gjaldahliðinni eru vegna vöntunar á fjármagni til einstakra útgjaldaliða sem var í sjálfu sér fyrirsjáanlegt við gerð fjárlaganna á síðasta ári. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs bentu ítrekað á þetta og fluttu breytingartillögur við frumvarpið sem var afgreitt sem fjárlög fyrir þetta ár. Nú er verið að flytja leiðréttingar við sömu liði.

Ég bendi á framhaldsskólann. Það var alveg ljóst að verulegt fjármagn vantaði til þess að fjármagna framhaldsskólann í haust. Nú er að vísu bætt nokkuð úr en enn skortir á að framhaldsskólarnir geti rekið sig með eðlilegum hætti og enn verða þeir að bera skuldahala upp á um 600 millj. kr. til næsta árs að óbreyttu. Því fer fjarri að vinnubrögðin hér séu með þeim hætti sem eigi að vera eða ábyrg geti talist. Fleiri stofnanir og verkefni á vegum ríkisins fá ekki úrlausn og búa áfram við fjárskort vegna vanáætlaðra útgjalda. Aftur virðist ýmsum gæluverkefnum ríkisstjórnarinnar hampað, svo sem sérsveitum ríkislögreglunnar og eins og 100 millj. kr. til að hervæða íslenska ríkisborgara á erlendri grund við hlið hersveita Bandaríkjamanna. Þetta er tekið í forgang.

Ég vil minna á erfiða stöðu sveitarfélaganna. Ég flyt fyrir hönd þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs breytingartillögu sem felur í sér að styrkja og koma til móts við brýnan fjárhagsvanda sveitarfélaganna á þessu ári. Í heildina er þetta frumvarp unnið fullkomlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og meiri hluta hennar á þingi þannig að við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs munum almennt sitja hjá við atkvæðagreiðslu á einstaka liðum þess. Við flytjum sjálf breytingartillögu og einnig áskiljum við okkur rétt til að vera með sérafstöðu gagnvart einstaka liðum sem hér koma upp, eins og t.d. um fjárstuðning við hervæðingu íslenskra ríkisborgara.



[15:43]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér stendur til að afgreiða eftir 2. umr. atkvæðagreiðslu um fjáraukalög fyrir árið 2004. Það er ljóst að fjáraukalögin í fyrirliggjandi búningi eru algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarmeirihlutans og við í Frjálslynda flokknum munum sitja hjá við afgreiðslu þessa máls. Ábyrgð þess er ríkisstjórnarflokkanna til ákvörðunar. Þó að vissulega séu hér atriði sem bent var á við síðustu fjárlög er þessi málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og engrar annarrar.



Brtt. 377 (ný sundurliðun 1 (tekjur í A-hluta)) samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 376,1–8 samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 Liður 03-401, 1.87, samþ. með 25:4 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
nei:  ÁI,  JBjarn,  KolH,  SJS.
18 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JGunn,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  VF,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:45]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Í þessum tölulið frumvarpsins er lögð til 100 millj. kr. aukin fjárveiting til Íslensku friðargæslunnar svokölluðu. Við höfum mikla fyrirvara á því hvernig þau mál eru að þróast í höndum hæstv. ríkisstjórnar og sérstaklega á því sem lýtur að vopnaburði íslenskra borgara á erlendri grund og stórauknum útgjöldum sem því brölti öllu saman tilheyra. Við erum eindregnir stuðningsmenn friðsamlegrar og borgaralegrar þróunaraðstoðar og hjálparstarfs en teljum að hér sé verið að grauta hlutum saman á þann hátt sem mjög orki tvímælis.

Þá er í þessum lið einnig falin 30 millj. kr. fjárveiting til hergagnaflutninga Íslendinga erlendis í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar þar um á NATO-fundinum fræga í Prag. Við erum algerlega andvíg því að íslenskir fjármunir séu notaðir til slíkra hluta og teljum að þessum fjármunum öllum saman, og þótt meiri væru, væri betur varið til brýnna verkefna á sviði friðsamlegrar og borgaralegrar fyrirbyggjandi þróunaraðstoðar og hjálparstarfs. Við erum andvíg þessum lið frumvarpsins og yrði hann felldur mundum við leggja til að sömu fjármunir færðust til þróunarsamvinnu.



Brtt. 376,9–17 samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391 felld með 25:18 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GÁS,  GÖg,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  SJS,  VF,  ÞSveinb.
nei:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
3 þm. (GAK,  GÖrl,  SigurjÞ) greiddu ekki atkv.
17 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  MÁ,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:48]
Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Öllum ætti að vera ljós hinn gríðarlegi fjárhagsvandi margra sveitarfélaga. Það er vitlaust gefið í skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga. Skuldir sveitarfélaganna jukust um tæpa 3 milljarða á síðasta ári. Ríkið heldur öllum helstu tekjustofnunum en sveltir sveitarfélögin og montar sig svo sjálft af skattalækkunum. Í þessari tillögu er lagt til að hækka framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um 300 millj. kr. og yrði þá framlagið, aukaframlagið í ár, 700 millj. kr. sem er algjör lágmarksupphæð til að leysa brýnasta vanda verst stöddu sveitarfélaganna.

Já, herra forseti, það veitti ekki af milljörðum í verkefnið en þetta eru 700 millj. kr.

Við teljum afar brýnt að koma til móts við sárasta vanda sveitarfélaganna, og Alþingi ber skylda til þess.



[15:49]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Það er ástæða til að vekja athygli á þeirri útreið sem sveitarfélögin fá í formi þessara tillagna meiri hlutans hér. Það var niðurstaða sveitarfélaganna og kom fram á fjármálaráðstefnu þeirra og hefur komið fram í kröfugerð þeirra á hendur ríkisvaldsins að algert svartasta lágmark sem yrði ráðstafað á þessu ári til að koma til móts við vanda þeirra sveitarfélaga sem verst eru stödd væri 700 millj. kr. Nær væri þó að 1 milljarð til 1.200 millj. kr. þyrfti til að koma.

Þá er metnaður meiri hlutans ekki meiri en svo að hér eru lagðar til 400 millj. kr. upp í það. Það kemur að vísu ekki á óvart þó að hæstv. fjármálaráðherra sem ítrekað hefur sýnt hug sinn í þessum efnum leggi ekki meira til en geðleysi hæstv. félagsmálaráðherra og þingmanna meiri hlutans, t.d. þingmanna af landsbyggðinni sem þekkja vel fjárhagsvanda sveitarfélaganna þar, getur enn komið manni á óvart og er þá mikið sagt. Lurðugangur.



Brtt. 376,18–38 og sérstakt yfirlit samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
21 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddi ekki atkv.
17 þm. (ÁI,  ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 Sundurliðun 2 (fjármál ríkisaðlila A-hluta), svo breytt, samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 1. gr. (rekstraryfirlit ríkissjóðs), svo breytt, samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  JÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
21 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddi ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 2. gr. (sjóðstreymi ríkissjóðs), svo breytt, samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 378 samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 3. gr. (lántökur, endurlán og ríkisábyrgðir), svo breytt, samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 4. gr. (heimildir) samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMagn,  ÁMM,  BÁ,  BJJ,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  GHH,  GHj,  GHall,  GÁ,  HÁs,  HBl,  HjÁ,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SF,  StB,  ÞKG,  ÞES.
22 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁI,  ÁRJ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÁS,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KLM,  MÁ,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞSveinb) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr.  með 42 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁMagn,  ÁMM,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  BjörgvS,  BBj,  DrH,  EKG,  EOK,  EMS,  GHH,  GHj,  GAK,  GHall,  GÁS,  GÁ,  GÖg,  GÖrl,  HÁs,  HBl,  HHj,  HjÁ,  JÁ,  JBjarn,  JGunn,  KÓ,  KolH,  KHG,  MS,  MÁ,  PHB,  SAÞ,  SigurjÞ,  SF,  StB,  VF,  ÞKG,  ÞES,  ÞSveinb.
5 þm. (AKG,  ÁI,  JóhS,  KLM,  SJS) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁMöl,  BjarnB,  BH,  DJ,  GÞÞ,  GunnB,  JBjart,  KJúl,  LB,  MÞH,  MF,  SKK,  SP,  VS,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.