131. löggjafarþing — 120. fundur
 2. maí 2005.
skattskylda orkufyrirtækja, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 364. mál. — Þskj. 419, nál. 1183, 1202 og 1204, brtt. 1203.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[10:46]

[10:39]
Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Alþingi hefur borist fjöldi álitsgerða vegna þessa máls og að undanskildum álitsgerðum Verslunarráðsins og Samtaka atvinnulífsins eru þær flestar mjög gagnrýnar á málið og beina því til Alþingis að þetta þingmál verði ekki lögfest en það gengur sem kunnugt er út á það að skattleggja raforkugeirann.

Með þessu frumvarpi, ef það verður að lögum, er stigið enn eitt skrefið í þá átt að markaðsvæða raforkugeirann í landinu. Hér er um að ræða grunnþjónustu sem tekur til lífsnauðsynja og mjög ólíklegt að á þessu sviði skapist virkur markaður sem komi til með að færa verðlagið niður. Út á það m.a. gengur gagnrýni verkalýðssamtakanna í landinu sem leggjast mjög eindregið gegn því að frumvarpið verði samþykkt.

Mjög alvarleg gagnrýni kemur einnig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem bendir á að þetta komi til með að þrengja fjárhag sveitarfélaganna. Fjármunir verða færðir í ríkissjóð þegar fram líða stundir, við þurfum að horfa á málið til langs tíma, en að sama skapi mun minna ganga til sveitarfélaganna sem fram til þessa hafa mörg hver fært arð út úr orkugeiranum inn til samfélagsþjónustunnar til að fjármagna hana. Það eru mörg önnur atriði sem fram koma í álitsgerðum sem Alþingi hafa borist og við leggjum áherslu á að meiri hlutinn á Alþingi endurskoði hug sinn. Við munum að sjálfsögðu í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi þótt við munum styðja breytingartillögur sem fram hafa komið frá Frjálslynda flokknum þar sem reynt er að gera þó það besta úr þessu máli.



[10:41]
Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða skattahækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Nú er ætlunin að hækka álögur á vatn, hita og rafmagn. Þar er borið niður í þessu tiltekna frumvarpi.

Þeir sérfræðingar sem komu á fund hv. efnahags- og viðskiptanefndar töluðu allir um að þetta mundi leiða til hækkunar. Það liggur einnig fyrir að ríkisstjórnin hefur ekki lagt í neina vinnu, enga, til að kanna hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa í för með sér.

Í yfirferð efnahags- og viðskiptanefndar var einnig á það bent að langtímaraforkusamningar við stóriðju gera það að verkum að engar breytingar verða á þeim samningum. Hækkunin mun nánast alfarið falla á almenning í þessu landi og ekki aðeins það heldur hefur einnig verið bent á að hækkunin muni leiða til mikillar tilfærslu á fjármunum frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Í samhljóða ályktun og bókun borgarráðs fyrir nokkrum dögum segir m.a., með leyfi forseta:

„Samkvæmt samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga hefði þessi skattlagning orkufyrirtækja sveitarfélaga numið um 1,1 milljarði króna á árunum 2002 og 2003.“

Það er því alveg ljóst að með þessum aðgerðum er vegið að sveitarfélögunum og ríkið er á nokkurn hátt að kalla til sín þá fjármuni sem það nýlega hefur verið gert samkomulag við sveitarfélögin um að láta þau hafa.

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að Samfylkingin mun ekki styðja þetta mál og mun því segja nei.



[10:43]
Gunnar Örlygsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér kemur til atkvæðagreiðslu frumvarp frá fjármálaráðherra um skattskyldu orkufyrirtækja. Megintilgangur frumvarpsins er sá að samræma skattalöggjöf á sviði raforku, þ.e. á orkufyrirtæki, í landinu. Við meðferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd lagði ég fram þá hugmynd að hægt væri að nálgast megintilgang frumvarpsins með öðrum hætti en gert er með þessu frumvarpi, þ.e. að heimila einkafyrirtækjum sem eru í orkuframleiðslu í landinu, sem sagt ekki í opinberri eigu, frekar að starfa undir sömu skattalöggjöf og orkufyrirtæki í opinberri eigu gera í dag. Þar með yrði megintilgangi frumvarpsins náð.

Það kemur fram í nefndaráliti meiri hlutans um þetta mál, virðulegi forseti, að erfitt sé að meta áhrif breytinga á orkuverð og arðsemi orkufyrirtækja. Þetta eru mjög óábyrg orð að mínu mati, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að umsagnir sem hafa borist efnahags- og viðskiptanefnd um málið frá orkufyrirtækjum í opinberri eigu eru öll samhljóma um það að orkuverð í landinu muni hækka ef til samþykktar á þessu frumvarpi kemur í óbreyttri mynd.

Við í Frjálslynda flokknum munum greiða atkvæði á móti þessu frumvarpi. Engu að síður munum við leggja fram breytingartillögu sem miðar að því að gildistaka frumvarpsins í heild sinni frestist frá 2006 til 2013 og að í millitíðinni, þ.e. á miðju næsta kjörtímabili, árið 2009, verði skipuð nefnd sem kanni rækilega og fari ofan í kjölinn á því hvaða áhrif breytingar af þessu tagi muni hafa á orkuverð í landinu.



Brtt. í nál. 1183 samþ. með 25:23 atkv. og sögðu

  já:  ÁMagn,  BÁ,  BjarnB,  BBj,  DJ,  DrH,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  StB,  UMÓ,  VS,  ÞKG.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  KolH,  KLM,  LB,  MÞH,  MF,  MÁ,  RG,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
15 þm. (ArnbS,  ÁRJ,  BJJ,  BH,  DO,  EKG,  EOK,  EMS,  GHH,  GÁS,  HBl,  JGunn,  MS,  SP,  ÞSveinb) fjarstaddir.

 1.–5. gr., svo breyttar, samþ. með 25:23 atkv. og sögðu

  já:  ÁMagn,  BÁ,  BjarnB,  BBj,  DJ,  DrH,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  StB,  UMÓ,  VS,  ÞKG.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  KolH,  KLM,  LB,  MÞH,  MF,  MÁ,  RG,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
15 þm. (ArnbS,  ÁRJ,  BJJ,  BH,  DO,  EKG,  EOK,  EMS,  GHH,  GÁS,  HBl,  JGunn,  MS,  SP,  ÞSveinb) fjarstaddir.

 6.–7. gr. samþ. með 25:23 atkv. og sögðu

  já:  ÁMagn,  BÁ,  BjarnB,  BBj,  DJ,  DrH,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  StB,  UMÓ,  VS,  ÞKG.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  KolH,  KLM,  LB,  MÞH,  MF,  MÁ,  RG,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
15 þm. (ArnbS,  ÁRJ,  BJJ,  BH,  DO,  EKG,  EOK,  EMS,  GHH,  GÁS,  HBl,  JGunn,  MS,  SP,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 1203,1 felld með 26:9 atkv. og sögðu

  já:  GAK,  GÖrl,  JBjarn,  KolH,  MÞH,  SigurjÞ,  SJS,  ÞBack,  ÖJ.
nei:  ÁMagn,  BÁ,  BjarnB,  BBj,  DJ,  DrH,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SP,  StB,  UMÓ,  VS,  ÞKG.
15 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  EMS,  GÖg,  HHj,  JÁ,  JóhS,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  RG,  VF,  ÖS) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ArnbS,  ÁRJ,  BJJ,  BH,  DO,  EKG,  EOK,  GHH,  GÁS,  HBl,  JGunn,  MS,  ÞSveinb) fjarstaddir.

 8. gr. samþ. með 26:24 atkv. og sögðu

  já:  ÁMagn,  BÁ,  BjarnB,  BBj,  DJ,  DrH,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SP,  StB,  UMÓ,  VS,  ÞKG.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  EMS,  GAK,  GÖg,  GÖrl,  HHj,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  KolH,  KLM,  LB,  MÞH,  MF,  MÁ,  RG,  SigurjÞ,  SJS,  VF,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
13 þm. (ArnbS,  ÁRJ,  BJJ,  BH,  DO,  EKG,  EOK,  GHH,  GÁS,  HBl,  JGunn,  MS,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 1203,2 felld með 28:9 atkv. og sögðu

  já:  GAK,  GÖrl,  JBjarn,  KolH,  MÞH,  SigurjÞ,  SJS,  ÞBack,  ÖJ.
nei:  ÁMagn,  BÁ,  BjarnB,  BBj,  DJ,  DrH,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GunnB,  HÁs,  HHj,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  KLM,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SP,  StB,  UMÓ,  VS,  ÞKG.
13 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  BjörgvS,  EMS,  GÖg,  JÁ,  JóhS,  LB,  MF,  MÁ,  RG,  VF,  ÖS) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ArnbS,  ÁRJ,  BJJ,  BH,  DO,  EKG,  EOK,  GHH,  GÁS,  HBl,  JGunn,  MS,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr.  með 46:4 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁMagn,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BBj,  DJ,  DrH,  EMS,  GHj,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖg,  GunnB,  GÖrl,  HÁs,  HHj,  HjÁ,  JÁ,  JóhS,  JónK,  JBjart,  KÓ,  KHG,  KLM,  LB,  MÞH,  MF,  MÁ,  PHB,  RG,  SAÞ,  SKK,  SigurjÞ,  SÞorg,  SP,  SJS,  StB,  UMÓ,  VF,  VS,  ÞKG,  ÖS.
nei:  JBjarn,  KolH,  ÞBack,  ÖJ.
13 þm. (ArnbS,  ÁRJ,  BJJ,  BH,  DO,  EKG,  EOK,  GHH,  GÁS,  HBl,  JGunn,  MS,  ÞSveinb) fjarstaddir.