132. löggjafarþing — 87. fundur
 16. mars 2006.
varamenn taka þingsæti.

[10:35]
Forseti (Jónína Bjartmarz):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá 1. þm. Norðvest., Sturlu Böðvarssyni, dags. 15. mars sl.:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 57. gr. þingskapa, að 3. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, Jóhanna Pálmadóttir bóndi á Akri í Torfalækjarhreppi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan, en 1. og 2. varamaður á listanum eru báðir staddir erlendis.“

Þá hefur borist bréf, dags. 14. mars 2006, frá 1. varamanni Sjálfstæðisflokksins í Norðvest., Guðjóni Guðmundssyni, og tilkynning frá Adolf H. Berndsen, 2. varamanni Sjálfstæðisflokksins í Norðvest., um að þeir séu staddir erlendis og geti því ekki tekið sæti á Alþingi fyrir Sturlu Böðvarsson að þessu sinni.

Kjörbréf Jóhönnu Pálmadóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Jóhanna Pálmadóttir, 1. þm. Norðvest., undirritaði drengskaparheit um að að halda stjórnarskrána.]



[10:36]
Forseti (Jónína Bjartmarz):

Jóhanna Pálmadóttir hefur undirskrifað drengskaparheit að stjórnarskránni og er boðin velkomin til starfa á Alþingi.