133. löggjafarþing — 26. fundur
 14. nóvember 2006.
um fundarstjórn.

þingmaður ber af sér sakir.

[13:54]
Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég óskaði eftir að fá að ræða fundarstjórn forseta þar sem ég vildi fá að bera af mér sakir þær sem hæstv. landbúnaðarráðherra bar á mig áðan.

Með talnaleikjum og blekkingarklækjum þeim tengdum er Framsóknarflokkurinn á harðaflótta undan sínum gömlu loforðum — sínu gamla lýðskrumi, hæstv. landbúnaðarráðherra, sínu gamla lýðskrumi um milljarð í baráttunni gegn fíkniefnum. (Gripið fram í.) Framsóknarflokkurinn sveik það. Nú er hann á harðaflótta undan því með talnaleikjum, blekkingum og klækjum og ég frábið mér þau ummæli sem hæstv. (Forseti hringir.) landbúnaðarráðherra hafði hér uppi áðan og óska eftir því að (Forseti hringir.) hæstv. forseti víti hæstv. landbúnaðarráðherra. (Forseti hringir.)



[13:54]
Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti biður hv. þingmenn að hafa ró í salnum og minnir á að þegar þeir óska eftir að ræða um fundarstjórn forseta ber þeim að ræða um það efni, en ekki um eitthvað annað. (BjörgvS: Ég óska eftir því að landbúnaðarráðherra verði víttur.)