133. löggjafarþing — 45. fundur
 8. desember 2006.
Sinfóníuhljómsveit Íslands, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 57. mál (rekstraraðilar). — Þskj. 57, nál. 502.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[13:58]

[13:56]
Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég leyfi mér að lýsa því hér yfir að ég lít svo á að frumvarpið um Sinfóníuhljómsveit Íslands fylgi frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf. og lít þá svo á að það fái að koma með ríkisútvarpsfrumvarpinu inn í nefndina aftur því að þar eru, eins og kom fram í umræðunni hér í gær, ákveðin atriði sem enn liggja ekki ljós fyrir.

Ef ekki verður hreyft mótmælum við því hér lít ég svo á að málið komi aftur inn í nefndina milli umræðna og í ljósi þess kem ég ásamt þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs til með að sitja hjá við atkvæðagreiðslu þessa.



[13:57]
Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við höfum alla tíð litið svo á að frumvarpið um Sinfóníuhljómsveitina væri sjálfstætt mál og við í Samfylkingunni höfum stutt þá meginhugsun sem þar kemur fram að það verði af þeim aðskilnaði eða þeirri brottför heimasætunnar úr foreldrahúsum sem felst í því að tengslum Sinfóníuhljómsveitarinnar og Ríkisútvarpsins verði slitið, þó í mikilli vináttu og samlyndi, og greiðum því atkvæði með þessu frumvarpi og framgöngu þess til 3. umr.



 1. gr. samþ. með 42 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjörgvS,  DJ,  DrH,  EKG,  EMS,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÖg,  GÖrl,  ISG,  JÁ,  JGunn,  JónK,  KF,  KJúl,  KÓ,  KHG,  LB,  MS,  MÁ,  PHB,  RG,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  StB,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS,  ÖS.
8 þm. (GAK,  JóhS,  JBjarn,  KolH,  SJS,  VF,  ÞBack,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁMM,  BJJ,  EOK,  GÁ,  HBl,  HHj,  HjÁ,  JBjart,  KLM,  MÞH,  MF,  SigurjÞ,  ÞSveinb) fjarstaddir.

 2.–4. gr. samþ. með 43 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjörgvS,  DJ,  DrH,  EKG,  EMS,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÖg,  GÖrl,  ISG,  JÁ,  JGunn,  JónK,  KF,  KJúl,  KÓ,  KHG,  LB,  MS,  MÁ,  PHB,  RG,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  StB,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS,  ÖS.
8 þm. (GAK,  JBjarn,  KolH,  MÞH,  SJS,  VF,  ÞBack,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
12 þm. (BJJ,  EOK,  GÁ,  HBl,  HHj,  HjÁ,  JóhS,  JBjart,  KLM,  MF,  SigurjÞ,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr.  með 52 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjörgvS,  DJ,  DrH,  EKG,  EMS,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÖg,  GÖrl,  HBl,  HjÁ,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  JónK,  KF,  KJúl,  KÓ,  KolH,  KHG,  LB,  MÞH,  MS,  MÁ,  PHB,  RG,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SJS,  StB,  SæS,  VF,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS,  ÖS.
2 þm. (ÞBack,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BJJ,  EOK,  GÁ,  HHj,  JBjart,  KLM,  MF,  SigurjÞ,  ÞSveinb) fjarstaddir.