133. löggjafarþing — 47. fundur
 9. desember 2006.
almannatryggingar og málefni aldraðra, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 330. mál (lífeyrisgreiðslur elli- og örorkulífeyrisþega o.fl.). — Þskj. 353, nál. 582 og 599, brtt. 583 og 600.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[10:09]

[09:58]
Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um réttarbætur til aldraðra og öryrkja, breytingar á almannatryggingalögunum sem ríkisstjórnin lagði fram og hefur gert töluverðar breytingar á frá því að frumvarpið var lagt fram. Tillögur stjórnarandstöðunnar hafa gengið lengra en þær bætur sem ríkisstjórnin og stjórnarliðar hafa lagt til. Við byggjum tillögu okkar á þeirri velferðartillögu, þingsályktunartillögu, sem lögð var fram í upphafi þings og byggir á nýrri tekjutryggingu, þ.e. að frítekjumark atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði, að ráðstöfunarfé, vasapeningar vegna dvalar á stofnunum, hækki, að farið verði í að skilgreina neysluútgjöld lífeyrisþega sem grunn að þessum tekjutryggingum, og að afnumin verði með öllu og að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.

Þetta er sá grunnur sem við byggjum breytingartillögur okkar á. Við munum greiða þeim tillögum atkvæði okkar sem eru umfram það sem var í upphafi þessa samkomulags og veita þeim tillögum brautargengi. Það þarf að ganga lengra en hæstv. ríkisstjórn hefur gert fram að þessu. Það má ekki dragast til 2010 að ná fram þeim kjarabótum sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Það þarf að gerast nú, um næstu áramót. Út á það ganga okkar tillögur.



[09:58]
Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra sem kom inn í þingið í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara hinn 19. júlí í sumar. Við í stjórnarandstöðunni leggjum fram breytingartillögur í sömu veru og tillögur okkar í þingsályktun um nýja framtíðarskipan lífeyrismála þar sem við leggjum til afnám tekjutengingar við tekjur maka, hærri tekjutryggingu, minni skerðingar vegna tekna og að öryrkjar fái að halda örorkuuppbót eftir að þeir verða 67 ára gamlir. Hún fellur nú niður og greiðslur þeirra lækka sem henni nemur þegar þeir ná ellilífeyrisaldri.

Þessar breytingar og nokkrar í viðbót leggjum við til í sérstöku þingskjali en munum auðvitað greiða atkvæði með þeim atriðum og nokkrum lagatæknilegum atriðum sem koma fram í frumvarpinu og tengjast ekki yfirlýsingunni frá því í sumar.

Við munum sitja hjá að okkar tillögum felldum en við munum að sjálfsögðu greiða þessu máli atkvæði okkar í lokin vegna þess að þetta eru þó kjarabætur. Eins og kom fram í umræðunni í gær eru þetta kjarabætur en það er ekki gengið nógu langt, við getum ekki sætt okkur við að tekjutengingar við tekjur maka haldi sér áfram að afgreiddu þessu þingmáli. Það er ekki viðunandi fyrir lífeyrisþega og þess vegna sitjum við hjá við afgreiðsluna eftir að okkar tillögur hafa verið felldar — ef þær verða felldar.



[10:01]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Enn á ný tökum við afstöðu til þess hvaða skref við viljum stíga varðandi málefni aldraðra og öryrkja í afkomumálum þeirra og bættum kjörum til framtíðar. Ríkisstjórnarmeirihlutinn fær nú enn á ný tækifæri til að vega og meta þær tillögur sem við höfum flutt hér sameiginlega, fyrst í upphafi þings og sem við höfum síðan fylgt eftir í gegnum fjárlagagerðina. Enn á ný fær sem sagt ríkisstjórnarmeirihlutinn tækifæri til að leiðrétta sinn kúrs.

Við væntum þess að ríkisstjórnarþingmennirnir muni jafnvel þótt seint sé átta sig á því að sú vegferð sem við höfum lagt til er betri og skynsamlegri en sú sem ríkisstjórnarmeirihlutinn hefur lagt í.



[10:02]
Ásta Möller (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með samþykkt þess frumvarps sem hér er til atkvæðagreiðslu efnir ríkisstjórnin sinn hluta samkomulags sem ríkisstjórnin gerði við Landssamband eldri borgara 19. júlí í sumar, og reyndar gott betur með þeim breytingum sem meiri hluti heilbrigðisnefndar hefur gert í meðhöndlun þingsins.

Kostnaður vegna frumvarpsins er um 26,7 milljarðar kr. til ársins 2010 að viðbættum 2,3 milljörðum kr. sem koma inn vegna breytinga sem heilbrigðisnefnd leggur til. Alls eru þetta 29 milljarðar kr. til viðbótar til að bæta kjör ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega til ársins 2010, til viðbótar við það sem þegar er. Þegar upp er staðið hækka greiðslur lífeyristrygginga milli áranna 2006 og 2007 um 10,7 milljarða kr. eða úr 32,2 milljörðum samkvæmt fjárlögum 2006 í 42,9 milljarða kr. á næsta ári. Þetta er stórt skref og mikill árangur í baráttu fyrir bættum kjörum lífeyrisþega.



[10:03]
Guðjón Ólafur Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Árið 2003 gerði ríkisstjórnin samkomulag við eldri borgara um breytingu á lífeyriskjörum þeirra og önnur mál er varða aldraða. Það var að fullu staðið við þetta samkomulag af hálfu ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi.

Í ár var aftur gert samkomulag við eldri borgara og frumvarpið sem við afgreiðum hér er afrakstur þess samkomulags. Það liggur fyrir í nýsamþykktum fjárlögum fyrir næsta ár að ríkisstjórnin og ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur ákveðið verulega aukningu fjár til þessa málaflokks.

Hæstv. forseti. Þar að auki hefur meiri hluti heilbrigðisnefndar lagt til verulegar hækkanir til viðbótar eða samtals um 2,3 milljarða kr. til ársins 2010. Það þýðir að á næstu fjórum árum, til ársins 2010, ætlar ríkisstjórnarmeirihlutinn á hinu háa Alþingi að verja 29 milljörðum kr. aukalega, (Gripið fram í.) til viðbótar, (Gripið fram í: Hverju?) til málefna aldraðra. Það eru 29 þús. millj. kr., hæstv. forseti. Ég held að hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar ættu að skammast sín (Gripið fram í.) og reyna að viðurkenna það sem vel er gert. Hér er um stórkostlegt átak að ræða í málefnum aldraðra og það er skömm að því hvernig hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa haldið hér uppi yfirboðum á þeim grundvelli að aldraðir hafi verið beittir einhvers konar nauðung, (Gripið fram í.) hótunum eða ofbeldi af hálfu stjórnvalda. (Gripið fram í: Þeir segja það sjálfir.)



[10:05]
Össur Skarphéðinsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þingmönnum stjórnarliðsins að hér eru kjör aldraðra bætt (Gripið fram í.) og því ber að fagna. (GÓJ: Sko til.) Hins vegar ættu þeir sem hingað koma til þess að skammast og bölva og ragna í ræðustól að skammast sín fyrir að gera þetta ekki nema korteri fyrir kosningar, að efna það sem var samningur eftir að þeir hafa kroppað milljarða á milljarða ofan árum saman með skattahækkunum og hvers konar skerðingum. (Gripið fram í: Hvaða bull er þetta!) Batnandi fólki er best að lifa. En hins vegar batnar þessum heldur seint. Þetta er þó betra en ekki neitt. Það er hins vegar til marks um innihald og eðli þessa samkomulags að það er verið að ávísa því á næstu ríkisstjórn sem núverandi ríkisstjórn mun engu ráða í. Þeir sem við taka munu glaðir taka við efndum þessa og bæta í til þess að standa við eigin loforð.

Við setjum (Gripið fram í.) fólk í fyrirrúm og efnum þau loforð og það er það sem skiptir máli.



Brtt. 600,1 felld með 30:20 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  LB,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
13 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KHG,  KLM,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:07]
Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessari breytingartillögu er lagt til að afnema tekjutengingu við tekjur maka, en í c-lið er lagt til 75 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna lífeyrisþega, svo að lífeyrisþegi geti fengið að halda 75 þús. kr. án þess að bætur hans skerðist.

Fyrir þremur dögum lagði ríkisstjórnin til að koma til móts við þessa tillögu okkar og leggja til 25 þús. kr. frítekjumark og það er auðvitað til bóta. En það er allt of skammt gengið. Við leggjum hér sem sagt til 75 þús. kr. án þess að þær skerði tekjutryggingar lífeyrisþega. Ég hvet þingmenn til þess að styðja það til þess að lífeyrisþegar geti orðið virkir í samfélaginu. Það er bæði samfélaginu og þeim sjálfum til hagsbóta.



[10:08]
Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Við erum að greiða atkvæði um 2. mgr. og hún fjallar um þungamiðju í velferðartillögu okkar, þ.e. að losa aldraða og öryrkja úr viðjum tekjutengingar við tekjur maka og í öðru lagi að hækka frítekjumark sem ríkisstjórnin hefur nú sett upp í 25 þús. kr., þ.e. flýtt því um þrjú ár þegar þeir sáu að þeir voru að brenna allar brýr að baki sér. Við höldum okkur við það frítekjumark sem við lögðum fram í velferðartillögunni, 75 þús. kr. á mánuði, og um þetta erum við að greiða atkvæði.



Brtt. 583,1.a samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
18 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  LB,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
15 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  JÁ,  KJúl,  KolH,  KLM,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  SæS,  VF) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:10]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um að draga mjög verulega úr tekjuskerðingum aldraðra og öryrkja. Þetta er tillaga hv. heilbrigðis- og trygginganefndar. Hér er gert ráð fyrir því að aldraðir og öryrkjar geti haft tekjur sem eru einungis skertar um 24% á næsta ári og 23% þaðan í frá. Þó eru fyrstu 25 þús. kr. á mánuði algjörlega fríar. Þær skerða ekki neitt. Þetta er meginbreytingin og þetta er afskaplega mikil réttarbót fyrir aldraða og öryrkja og fullkomlega í samræmi við og enn frekari útvíkkun á samkomulagi sem gert var við aldraða sem fulltrúar aldraðra fögnuðu mjög eftir undirskrift. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sá fögnuður eitthvað dofnað.



[10:11]
Össur Skarphéðinsson (Sf):

Frú forseti. Hér eru ýmsir þingmenn í liði stjórnarinnar að svíkja þau loforð sem þeir gáfu öldruðum í aðdraganda prófkjara. Hér á þessum bekkjum sitja menn sem í prófkjörum lofuðu því að ganga miklu lengra. Þess vegna lagði Samfylkingin og stjórnarandstaðan fram tillögur, sem voru felldar áðan, um að þrefalda þá upphæð sem menn mega nú vinna sér inn án þess að greiðslur skerði. Þetta sýnir að það fólk sem lofaði öldruðum miklu rýmri atvinnutekjum er að svíkja það sem það sagði áður.

Við sitjum hjá við þetta vegna þess að hér er um að ræða réttarbót sem gengur ekki nándar nærri nógu langt og það liggur alveg ljóst fyrir að þeir, og sérstaklega þeir framsóknarmenn sem lofuðu fólki miklu meira, eru að svíkja núna. En þeir hafa núna síðbúið tækifæri til að snúa enn af vitlausri leið. Það er enn möguleiki við 3. umr. (Forseti hringir.) að taka undir tillögur Samfylkingarinnar.



[10:12]
Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Hér eru greidd atkvæði um að taka upp 300 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna (ÖS: Stattu nú við stóru orðin.) fyrir bæði ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega. (ÖS: Stattu við stóru orðin.) Ég vek líka athygli á því að hér er jafnframt gefinn kostur á því að lífeyrisþegar velji á milli 300 þús. kr. frítekjumarks og 60% af atvinnutekjum til tekna.

Þetta er stórkostleg réttarbót eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson gat um áðan (ÖS: Stattu við stóru orðin.) en hv. þingmaður, eins og aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, treystir sér ekki til þess að greiða þessari réttarbót atkvæði. Hvað mundi nú gerast ef allir hv. þingmenn hér í salnum tækju sömu afstöðu og hv. þm. Össur Skarphéðinsson? (Gripið fram í.) Þá yrði engin réttarbót, (Gripið fram í.) hæstv. forseti. Það er skömm að því fyrir hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar að koma svona fram gagnvart elli- og örorkulífeyrisþegum. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Heyr, heyr!)



Brtt. 583,1.b samþ. með 50 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjörgvS,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖg,  GÖrl,  HjÁ,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KolH,  KHG,  LB,  MÞH,  MS,  RG,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SJS,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
1 þm. (PHB) greiddi ekki atkv.
12 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:14]
Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að lífeyrisþegar sem taka út til dæmis séreignarsparnað sinn í einu lagi geti dreift honum á næstu tíu ár á eftir þannig að hann skerði ekki eins hastarlega á einu ári og hingað til hefur tíðkast. Reyndar voru nokkrir stjórnarliðar búnir að lofa því opinberlega að þetta mundi breytast í þá veru að séreignarsparnaður mundi alls ekki skerða bætur. Minni ég þar á hv. þm. Einar Odd Kristjánsson sem lýsti því yfir í Kastljósi. Hér er sem sagt verið að milda skerðingar vegna séreignarsparnaðarins hjá lífeyrisþegum, dreifa honum yfir á tíu ár. En hann skerðir engu að síður áfram bæturnar.

Við styðjum að þetta verði mildað og ég segi já.



 1. gr., svo breytt, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SÞorg,  SP,  SJS,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
17 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  LB,  MÞH,  RG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖS) greiddu ekki atkv.
17 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  JóhS,  KJúl,  KHG,  KLM,  MF,  MÁ,  SKK,  SigurjÞ,  SF,  StB,  VF,  ÖJ) fjarstaddir.

Brtt. 600,2 felld með 29:21 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  KHG,  LB,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
13 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  MF,  MÁ,  SKK,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

 2. gr. samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
19 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  LB,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
15 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  JÁ,  KJúl,  KHG,  KLM,  MF,  MÁ,  SKK,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

Brtt. 583,2 (ný grein, verður 3. gr.) samþ. með 49 shlj. atkv.

Brtt. 600,3 felld með 29:19 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  LB,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
15 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  JÁ,  KJúl,  KHG,  KLM,  MF,  MÁ,  SKK,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:17]
Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Frú forseti. Þetta er tillaga um að öryrkjar sem missa starfsgetuna, oft snemma á ævinni og hafa engin tök á að safna sér lífeyrisréttindum í lífeyrissjóðum og fá viðurkennda örorkuuppbót vegna þessa missi hana ekki þegar þeir verða 67 ára. Í dag missa þeir örorkuuppbótina við 67 ára aldur og fá mun lægri greiðslur úr almannatryggingunum eftir það og hafa lítil sem engin tök á að auka tekjur sínar eftir að 67 ára aldri er náð. Það er ekki ódýrara fyrir fatlaða og öryrkja að verða gamlir. Það eru meiri útgjöld. En mér sýnist ríkisstjórnarmeirihlutinn ætla að fella þessa miklu réttarbót fyrir öryrkja sem ná því að verða ellilífeyrisþegar. Ég segi já.



Brtt. 600,4 felld með 29:19 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
15 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  GÓJ,  HBl,  HHj,  KJúl,  KHG,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

 3. gr. (verður 4. gr.) samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BjörgvS,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JóhS,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MÞH,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
15 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
14 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KHG,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

 4.–6. gr. (verða 5.–7. gr.) samþ. með 48 shlj. atkv.

Brtt. 600,5 felld með 30:19 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
14 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KHG,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:19]
Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Ég styð þessa breytingartillögu um hækkun vasapeninga til hjúkrunarsjúklinga á hjúkrunarheimilum, um 50%. Þessi hópur fékk enga hækkun í sumar þegar aðrir lífeyrisþegar hækkuðu. Ríkisstjórnin ætlar að hækka þennan hóp um 25%. Við leggjum hér til 50% hækkun vegna þess að við vitum alveg að þeir smánarlegu vasapeningar sem lífeyrisþegum eru ætlaðir á stofnunum duga hvergi til, bara fyrir því nauðsynlegasta sem þeir þurfa að greiða fyrir inni á þessum stofnunum. Ég segi já.



 7. gr. (verður 8. gr.) samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
19 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
14 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KHG,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

Brtt. 600,6 felld með 29:19 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
15 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KF,  KJúl,  KHG,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

 8. gr. (verður 9. gr.) samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
19 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

Brtt. 583,3 samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MÞH,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS,  ÖJ.
15 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
14 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF,  ÖS) fjarstaddir.

 9. gr. (verður 10. gr.), svo breytt, samþ. með 49 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjörgvS,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GAK,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖg,  GÖrl,  HjÁ,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KolH,  KHG,  MÞH,  MS,  PHB,  RG,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SJS,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
1 þm. (ÞBack*) greiddi ekki atkv.
13 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

[*Þm. óskar að geta þess að hann studdi á rangan hnapp í atkvgr.; ætlaði að segja já.]

 10.–11. gr. (verða 11.–12. gr.) samþ. með 49 shlj. atkv.

Brtt. 600,7 felld með 30:20 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BÁ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
13 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

Brtt. 583,4.a–b samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
17 þm. (AKG,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁÓÁ,  BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MÞH,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

Brtt. 583,4.c samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KolH,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
17 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JBjarn,  JGunn,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
14 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  JóhS,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

 12. gr. (verður 13. gr.), svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
19 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

 13.–14. gr. (verða 14.–15. gr.) samþ. með 49 shlj. atkv.

 15. gr. (verður 16. gr.) samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
19 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

Brtt. 600,8 felld með 31:18 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ.
nei:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
14 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 583,5 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
19 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

 16. gr. (verður 17. gr.), svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
18 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁMM,  BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MÞH,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

Brtt. 600,9 felld með 30:19 atkv. og sögðu

  já:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
14 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KHG,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:26]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Nú liggur niðurstaða þessarar atkvæðagreiðslu nokkurn veginn fyrir og við í stjórnarandstöðunni stöndum uppi með það eina ferðina enn að allar tillögur sem við höfum lagt til til lagfæringar eru felldar af ríkisstjórninni. Það er m.a. búið að fella tillögur okkar um hækkun vasapeninga, hækkun frítekjumarks o.s.frv. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum er algjörlega ljós, (Gripið fram í.) eftir allar þessar atkvæðagreiðslur í haust (Gripið fram í.) og sömuleiðis er stefna stjórnarandstöðunnar í þessu málum algjörlega ljós. Kjósendur fá tækifæri til að taka afstöðu til þessara mála eins og þau liggja nú fyrir. (Gripið fram í.)



Brtt. 583,6 samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KHG,  MS,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞES,  ÞórdS.
17 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
18 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  GÖg,  HBl,  HHj,  KJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  PHB,  RG,  SigurjÞ,  StB,  VF,  ÞKG) fjarstaddir.

 17. gr. (verður 18. gr.), a–c-liðir, svo breyttir, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
16 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
17 þm. (BÁ,  BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MÞH,  MF,  MÁ,  RG,  SigurjÞ,  StB,  VF,  ÖS) fjarstaddir.

 17. gr. (verður 18. gr.), d-liður, samþ. með 30:19 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
nei:  AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
14 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KHG,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:29]
Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Fyrr í þessari atkvæðagreiðslu höfum við samþykkt öll að ekki skuli taka fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra í annað en uppbyggingu á næstu árum, það fari ekki í rekstur og annað. Ríkisstjórnin hefur vísað frá þeirri tillögu að fella niður það bráðabirgðaákvæði sem hér eru greidd atkvæði um. Við leggjumst gegn því af því að í því felst að ríkisstjórnin ætlar að nota fé úr sjóðnum til rekstrar fram yfir kosningar en eftir kosningar er hún tilbúin að setja alla peningana í uppbyggingu. Ekki fyrr. Ég segi nei við þessu bráðabirgðaákvæði.



[10:30]
Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Það liggur fyrir að með afgreiðslu þessa frumvarps er lagt til að fjármunum úr Framkvæmdasjóði aldraðra verði ekki lengur varið til reksturs hjúkrunarrýma. (Gripið fram í.) Það liggur sömuleiðis fyrir, hæstv. forseti, að hæstv. heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll og ríkisstjórnarmeirihlutinn hér á Alþingi hefur kynnt mikla uppbyggingu sem fram undan er í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Á næstu árum verða byggð 374 ný hjúkrunarrými og það er það sem skiptir máli, hæstv. forseti.



[10:31]
Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Það má segja að þessi liður hafi í raun verið afgreiddur með fjárlagafrumvarpinu fyrir nokkrum dögum. En þar sem við höfum orðið vitni að því að ríkisstjórnin hefur lagt fram það frumvarp sem við erum nú að fjalla um og nokkrum dögum síðar komið með breytingartillögur, er þetta í þeirri von að ríkisstjórnin sjái að sér og noti allan Framkvæmdasjóð aldraðra til uppbyggingar öldrunarþjónustunnar, sleppi því að taka hluta í rekstur eins og ætlunin er. Og þegar ég sé hvernig atkvæðagreiðslan fellur, þá hvet ég hæstv. ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra til að horfa þá með sterkum gleraugum á þau sérstöku tilvik þegar á að taka fjármagn til að nota í rekstur, að það verði þá í sérstökum tilvikum en það verði ekki nær helmingur af rekstrarfé Framkvæmdasjóðs aldraðra.



 17. gr. (verður 18. gr.), e-liður, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
19 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS) greiddu ekki atkv.
13 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF) fjarstaddir.

 18. gr. (verður 19. gr.) samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  DJ,  DrH,  EOK,  GHH,  GHj,  GÓJ,  GÞÞ,  GHall,  GÁ,  GÖrl,  HjÁ,  JónK,  JBjart,  KF,  KÓ,  KHG,  MS,  PHB,  SAÞ,  SKK,  SÞorg,  SF,  SP,  SæS,  ÞKG,  ÞES,  ÞórdS.
18 þm. (AKG,  ÁÓÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  GAK,  GÖg,  ISG,  JÁ,  JóhS,  JBjarn,  JGunn,  KolH,  MÞH,  RG,  SJS,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (BJJ,  EKG,  EMS,  HBl,  HHj,  KJúl,  KLM,  LB,  MF,  MÁ,  SigurjÞ,  StB,  VF,  ÖS) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr.  með 49 shlj. atkv.