133. löggjafarþing — 58. fundur
 23. janúar 2007.
rannsókn kjörbréfs.

[14:07]
Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá Ögmundi Jónassyni, formanni þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, dagsett í dag:

„Þar sem Jón Bjarnason, 8. þm. Norðvest., er veikur og getur ekki sótt þingfundi óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 2. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, taki sæti hans á Alþingi á meðan en 1. varamaður á listanum, Árni Steinar Jóhannsson, er forfallaður að þessu sinni.“

Þá hefur borist bréf frá Árna Steinari Jóhannssyni, 1. varaþingmanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, þar sem hann tilkynnir forföll.

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Lilju Rafney Magnúsdóttur, sem er 2. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund nú í hádeginu til þess að fjalla um kjörbréfið.



[14:09]
Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Kjörbréfanefnd kom saman í dag og fór yfir kjörbréf Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, 2. varaþingmanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, sem landskjörstjórn gaf út í dag. Kjörbréfanefnd leggur einróma til að kjör Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur verði samþykkt.



[14:09]
Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Kjörbréfanefnd mælir einróma með samþykkt kjörbréfsins og telst það samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.