135. löggjafarþing — 12. fundur
 18. október 2007.
tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands, frh. 1. umræðu.
stjfrv., 130. mál (breyting ýmissa laga). — Þskj. 131.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[17:22]

Frv. vísað til 2. umr.  með 39 shlj. atkv.

Frv. vísað til allshn.  með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁKÓ,  ÁÞS,  ÁMöl,  BjarnB,  BjH,  BjörkG,  BBj,  BVG,  GHH,  GMJ,  GuðbH,  GAK,  GStein,  GÁ,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  JM,  KaJúl,  KÓ,  KolH,  KHG,  KÞJ,  KLM,  LB,  MS,  ÓN,  REÁ,  VS,  ÞI,  ÖS.
29 þm. (ÁÓÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HerdÞ,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  KVM,  KJak,  PHB,  RR,  SKK,  SF,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:23]
Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Það kom fram í umræðum um það mál sem hér er til umfjöllunar af minni hálfu og ýmissa fleiri hv. þingmanna að það væri ekki nægilegt að frumvarpið gengi einungis til allsherjarnefndar heldur væri nauðsynlegt að þær fagnefndir sem fjalla um einstaka málaflokka fengju það jafnframt til umsagnar. Við styðjum það að sjálfsögðu að frumvarpið gangi til hv. allsherjarnefndar í trausti þess að allsherjarnefndin muni senda það til umsagnar og meðferðar einstakra og viðeigandi fagnefnda hvað varðar þá málaflokka sem undir þær heyra.



[17:24]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Í tilefni af ummælum hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar og sjónarmiðum sem komu fram hér í umræðunni vil ég segja fyrir mitt leyti að ég tel eðlilegt að frumvarpið fari til umsagnar hjá fagnefndum þingsins eftir því sem frumvarpið gefur tilefni til, þeirra fagnefnda sem efni þess snertir og mun sem formaður allsherjarnefndar gera tillögu um slíkt þegar nefndin tekur málið til meðferðar.