135. löggjafarþing — 30. fundur
 21. nóvember 2007.
fjáraukalög 2007, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 103. mál. — Þskj. 103, nál. 264 og 273, brtt. 265, 266, 267, 274 og 275.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:50]

[15:40]
Bjarni Harðarson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil gera grein fyrir afstöðu okkar framsóknarmanna í atkvæðagreiðslu þessari. Ég hef sem fjárlaganefndarmaður staðið að meirihlutaáliti með ríkisstjórnarmeirihluta í álitsgerð um fjáraukalögin. Kemur tvennt til að okkur þykir ekki rétt að leggjast gegn þeim fjárveitingum sem hér eru til þjóðþrifamála og að margar af fyrirliggjandi tillögum eru beinlínis vegna verka sem við framsóknarmenn stóðum að í fyrri ríkisstjórn. Eins og ég gerði grein fyrir í umræðu um fjáraukalög í gær tel ég margt mjög athugavert við framkvæmd mála við framlagningu fjáraukalaganna auk þess sem tekjuáætlun í áætluninni mun vera vanáætluð og er í rauninni grunnur undir þeirri skekkju í fjárlögunum sem við munum fjalla um í þinginu eftir nokkra daga.

Varðandi útgjaldaliðina hef ég sérstaklega gert athugasemd við það að hér er ekki fylgt ákvæðum fjáraukalaga þar sem fjáraukalögum er ætlað að mæta útgjaldaauka vegna lögbundinna verkefna og útgjalda sem verða óviðráðanleg í ríkisrekstrinum á yfirstandandi ári. Með fjáraukalögum hér er ráðist í það að klippa af hina ýmsu skuldahala ríkisstofnana sem eiga sér sögu langt aftur í tímann, jafnvel aftur á síðustu öld, og það er ekki hlutverk fjáraukalaga að taka á þeim vanda. Auðvitað er fagnaðarefni að góðar stofnanir — hægt er að taka dæmi um bæði framhaldsskóla og ríkisspítalana í Reykjavík — séu ekki látnar dragnast með þessar skuldir. Hitt er meira athugavert hvernig handvalið er úr að sumar stofnanir fái þarna úrlausn en aðrar ekki, svo sem Reykjalundur og Heilbrigðisstofnunin á Austurlandi, og öll þessi vinnubrögð eru nokkuð tilviljanakennd. Af þessum ástæðum og því að við framsóknarmenn eigum ekki aðild að þessari ríkisstjórn munum við sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.



[15:43]
Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fjáraukalög fyrir árið 2007 eru að koma til atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. Vanalega eru í fjáraukalagafrumvarpi við 2. umr. gerðar tillögur um breytingar, bæði í frumvarpinu sjálfu og hér aftur við 2. umr., sem að hluta hefðu átt að tilheyra fjárlögum næsta árs. Hvað viðvíkur halla eða fjárvöntun í ýmis verkefni hjá ýmsum stofnunum var það fyrirsjáanlegt við afgreiðslu fjárlaga fyrir ári og við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs bentum þá á það sem nú er dregið í land með og allt gott um það.

Þetta sýnir okkur hve mjög fjárlagavinnunni er ábótavant og framkvæmd fjárlaga líka eins og við höfum ítrekað gagnrýnt, þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Margar af þeim breytingartillögum sem meiri hlutinn leggur til eru góð mál og sumar breytingartillagna meiri hlutans við 2. umr. hefur okkur tekist að hafa áhrif á í gegnum nefndina og munum styðja þó að frumvarpið í heild sinni sé á ábyrgð ríkisstjórnarflokkana. Þess vegna munum við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sitja hjá við það í heild sinni.

Við höfum flutt tvær breytingartillögur við frumvarpið. Önnur lýtur að því að ljúka þessu Grímseyjarferjuklúðri sem sumir hafa kallað Hafnarfjarðarklúðrið og koma með fjármagn í eitt skipti fyrir öll til að ljúka þessu sómasamlega. Það vildum við gera og sú tillaga er hér inni. Hin tillagan frá okkur er um að fella brott heimild ríkisins til að selja Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og við viljum líka afdráttarlaust að hún verði samþykkt. Engu að síður munum við kalla þessar tvær tillögur til baka til 3. umr. eins og fram mun koma við atkvæðagreiðsluna, herra forseti.



[15:46]
Gunnar Svavarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég ítreka álit meiri hluta fjárlaganefndar þar sem segir, með leyfi forseta:

„Það er álit nefndarinnar að á milli 2. og 3. umræðu þurfi að skoða sérstaklega framhaldsskóla almennt, rekstrarkostnað sýslumannsembætta, heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili og gera tillögu um skiptingu fjárheimildar á einstakar stofnanir. Enn fremur mun nefndin skoða á milli umræðna málefni er varða eignir á fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll.“

Jafnframt segir í lokin líkt og gerð var grein fyrir í gær:

„Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum þeim sem skýrðar hafa verið og gerð er tillaga um í sérstökum þingskjölum.“

Undir þetta nefndarálit skrifuðu auk mín hv. þm. Kristján Þór Júlíusson, Ásta Möller, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Björk Guðjónsdóttir, og Bjarni Harðarson, með fyrirvara sem hann hefur gert grein fyrir. Fjarstaddir voru hv. þm. Illugi Gunnarsson og Guðbjartur Hannesson.



[15:48]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við atkvæðagreiðslu við 2. umr. fjáraukalaganna munum við þingmenn Frjálslynda flokksins styðja nokkrar þeirra breytingartillagna sem urðu niðurstaðan eftir umfjöllun fjárlaganefndar. Við teljum að þar sé tekið á málum sem afar nauðsynlegt hafi verið að taka á og sé í raun og veru nauðsynlegur grunnur þess að fjárlagavinnan fyrir næsta ár geti orðið betri og markvissari en verið hefði ef ekki hefði verið tekið á málum, m.a. með sumum þeim breytingartillögum sem koma fram í áliti og tillögum meiri hlutans. Þar af leiðandi munum við styðja nokkrar af þeim tillögum sem koma frá meiri hluta fjárlaganefndar og mun það skýrast í atkvæðagreiðslunni, hæstv. forseti.

Að öðru leyti berum við ekki ábyrgð á gerð fjáraukalagafrumvarpsins eins og það liggur fyrir.



Brtt. 266(ný sundurliðun 1) samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ALE,  BjH,  GMJ,  GAK,  GÁ,  JBjarn,  KJak,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
21 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BJJ,  BjörgvS,  BBj,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddur.

Brtt. 265,1–17 samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ALE,  BjH,  GMJ,  GAK,  GÁ,  JBjarn,  KJak,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
21 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BJJ,  BjörgvS,  BBj,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddur.

Brtt. 265,18 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  AtlG,  ALE,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  GMJ,  GuðbH,  GAK,  GÁ,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  KVM,  KJak,  KaJúl,  KÓ,  KolH,  KHG,  KÞJ,  MS,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SJS,  SVÓ,  StB,  VS,  ÞBack,  ÖS.
2 þm. (BjH,  SF) greiddu ekki atkv.
21 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BJJ,  BjörgvS,  BBj,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddur.

Brtt. 265,19–25 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GÁ,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ALE,  BJJ,  BjH,  GMJ,  GAK,  JBjarn,  KJak,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
19 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 265,26 samþ. með 35 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  AtlG,  ALE,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GAK,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KolH,  KHG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞBack,  ÖS.
6 þm. (BJJ,  BjH,  MS,  SF,  SJS,  VS) greiddu ekki atkv.
22 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GMJ,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  GÁ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KJak,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 265,27 samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  AtlG,  ALE,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  BBj,  GMJ,  GuðbH,  GAK,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  KVM,  KJak,  KaJúl,  KÓ,  KolH,  KHG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SJS,  SVÓ,  StB,  ÞBack,  ÖS.
6 þm. (BJJ,  BjH,  GÁ,  MS,  SF,  VS) greiddu ekki atkv.
19 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 265,28 samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
14 þm. (AtlG,  ALE,  BJJ,  BjH,  GAK,  GÁ,  JBjarn,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
21 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GMJ,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KJak,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddur.

Brtt. 265,29–32 samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ALE,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  BBj,  GMJ,  GuðbH,  GAK,  GÁ,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  KVM,  KJak,  KaJúl,  KÓ,  KolH,  KHG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SJS,  SVÓ,  StB,  ÞBack,  ÖS.
5 þm. (BJJ,  BjH,  MS,  SF,  VS) greiddu ekki atkv.
20 þm. (AtlG,  ÁMM,  ÁMöl,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 265,33–35 samþ. með 33 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  AtlG,  ALE,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KolH,  KÞJ,  ÓN,  REÁ,  RR,  SKK,  SJS,  SVÓ,  StB,  ÞBack,  ÖS.
9 þm. (BJJ,  BjH,  GMJ,  GAK,  GÁ,  KHG,  MS,  SF,  VS) greiddu ekki atkv.
21 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KJak,  KLM,  LB,  PN,  PHB,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddur.

Brtt. 265,36–43 samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  AtlG,  ALE,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  BBj,  GMJ,  GuðbH,  GAK,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JBjarn,  KVM,  KJak,  KaJúl,  KÓ,  KolH,  KHG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SJS,  SVÓ,  StB,  ÞBack,  ÖS.
6 þm. (BJJ,  BjH,  GÁ,  MS,  SF,  VS) greiddu ekki atkv.
19 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 265,44–46 samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ALE,  BJJ,  BjH,  GMJ,  GAK,  GÁ,  JBjarn,  KJak,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
21 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddur.

Brtt. 275 kölluð aftur til 3. umr.

Brtt. 265,47–54 samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ALE,  BJJ,  BjH,  GMJ,  GAK,  GÁ,  JBjarn,  KJak,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
19 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  BjörgvS,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.

 Sundurliðun 2, svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjH,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ALE,  BJJ,  GMJ,  GAK,  GÁ,  JBjarn,  KJak,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
18 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.

 1.–3. gr., svo breyttar, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
14 þm. (AtlG,  ALE,  BJJ,  BjH,  GMJ,  GAK,  GÁ,  KJak,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
20 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  JM,  KolH,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 274 kölluð aftur til 3. umr.

Brtt. 267 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ALE,  BJJ,  BjH,  GMJ,  GAK,  GÁ,  JBjarn,  KJak,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
18 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:58]
Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér eru greidd atkvæði um heimildargreinar, annars vegar um að leigja hentugt húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands og hins vegar er verið að sækja um heimild til að ganga til endanlegra samninga við Landsvirkjun um vatnsréttindi ríkisins við Kárahnjúka á grundvelli úrskurðar matsnefndar um ákvörðun bóta vegna réttindanna.

Ég dreg ekki úr nauðsyn þess að ganga til þessara samninga við Landsvirkjun um vatnsréttindi ríkisins við Kárahnjúka en við munum ganga frá fjáraukalögum í byrjun desember og ég sé enga ástæðu til að þetta ákvæði eigi að koma inn á fjáraukalög. Það er þá miklu eðlilegra að það komist inn á fjárlög næsta árs því að væntanlega verður ekkert gert í þessu máli fyrr. Þess vegna eru hér misnotuð fjáraukalögin með því að setja þetta inn í þau í árslok.



 4. gr., svo breytt, samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  GuðbH,  GSv,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  KÞJ,  ÓN,  REÁ,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ALE,  BJJ,  BjH,  GMJ,  GAK,  GÁ,  JBjarn,  KJak,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  VS,  ÞBack) greiddu ekki atkv.
19 þm. (ÁMM,  ÁMöl,  EKG,  EMS,  EBS,  GHH,  GSB,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JónG,  JM,  KLM,  LB,  PN,  PHB,  ÞKG,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.