135. löggjafarþing — 112. fundur
 28. maí 2008.
uppbót á eftirlaun, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 547. mál. — Þskj. 848, nál. 1160.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[20:40]

[20:40]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það sem hér er verið að greiða atkvæði um er svokölluð uppbót á lífeyri. Við í Frjálslynda flokknum munum styðja þetta mál en við höfum bent á að þær skerðingarreglur sem eru í gildi hjá Tryggingastofnun ríkisins valda því að þessar greiðslur nýtast illa og miklu verr en ætti að vera. En við munum styðja málið.



 1. gr. samþ. með 51 shlj. atkv.

 2.–5. gr. samþ. með 52 shlj. atkv.

Brtt. í nál. 1160 samþ. með 52 shlj. atkv.

 6. gr., svo breytt, samþ. með 52 shlj. atkv.

 7.–12. gr. og ákv. til brb. samþ. með 49 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til efh.- og skattn.