136. löggjafarþing — 44. fundur
 5. desember 2008.
samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, frh. síðari umræðu.
stjtill., 177. mál. — Þskj. 219, nál. 259, 260, 262 og 263, brtt. 261 og 272, till. til rökst. dagskrár 271.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[19:50]

Till. til rökst. dagskrár í nál. 260 felld með 30:9 atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  GMJ,  GAK,  JBjarn,  JM,  KJak,  KolH,  SJS.
nei:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  ISG,  JóhS,  JónG,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  LB,  ÓN,  PHB,  RGuðb,  StB,  ÖS.
5 þm. (EyH,  HSH,  HöskÞ,  MS,  VS) greiddu ekki atkv.
19 þm. (ÁJ,  ÁÞS,  BJJ,  BjörgvS,  BBj,  EMS,  GÞÞ,  IllG,  KHG,  KÞJ,  KLM,  RR,  SKK,  SF,  SVÓ,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:49]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Þessi dagskrártillaga felur það í sér að því verði hafnað af hálfu Alþingis að veita það galopna samningsumboð sem ríkisstjórnin fer á Íslandi fram á undir hryðjuverkalögum sem enn eru í gildi í Bretlandi. Þess í stað verði stjórnvöldum falið að taka upp samningaviðræður við deiluaðila að nýju á hreinu borði og leita þar eftir því og sækja fast á um að fá fram lögformlegan úrskurðarfarveg í deilumálinu og/eða samningsniðurstöðu á sanngjörnum forsendum. Í því ljósi og með þeim rökstuðningi leggjum við til að tillögunni verði vísað frá.



Till. til rökst. dagskrár á þskj. 271 felld með 30:9 atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  GMJ,  GAK,  JBjarn,  JM,  KJak,  KolH,  SJS.
nei:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  ISG,  JóhS,  JónG,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  LB,  ÓN,  PHB,  RGuðb,  StB,  ÖS.
5 þm. (EyH,  HSH,  HöskÞ,  MS,  VS) greiddu ekki atkv.
19 þm. (ÁJ,  ÁÞS,  BJJ,  BjörgvS,  BBj,  EMS,  GÞÞ,  IllG,  KHG,  KÞJ,  KLM,  RR,  SKK,  SF,  SVÓ,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ) fjarstaddir.

Brtt. 261 felld með 30:14 atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  EyH,  GMJ,  GAK,  HSH,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KJak,  KolH,  MS,  SJS,  VS.
nei:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  ISG,  JóhS,  JónG,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  LB,  ÓN,  PHB,  RGuðb,  StB,  ÖS.
19 þm. (ÁJ,  ÁÞS,  BJJ,  BjörgvS,  BBj,  EMS,  GÞÞ,  IllG,  KHG,  KÞJ,  KLM,  RR,  SKK,  SF,  SVÓ,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:51]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Hér er flutt varatillaga í ljósi þess að Alþingi hefur ekki fallist á að vísa málinu frá með þeim rökstuðningi sem fluttur var hér áðan. Hún gengur út á það að gildistaka samningsumboðs ríkisstjórnarinnar verði þó skilyrt þannig að ekki verði gengið til samninga fyrr en Bretar hafa aflétt frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi samkvæmt ákvæðum hryðjuverkalaga.

Ég verð að segja alveg eins og er að það er dapurlegt ef það ætlar að verða raunin að ekki einu sinni þetta treysti Alþingi Íslendinga sér til að segja í málinu heldur fela ríkisstjórninni galopið samningsumboð í þessu örlagamáli og það undir gildandi hryðjuverkalögum þannig að lítill gerist nú metnaður manna, verð ég að segja, að ætla sér að lötra þessa götu með þessum hætti og hafandi hryðjuverkalög á landið í fullu gildi og allt í óvissu um það hvenær þau verða þá yfirleitt felld niður.



[19:52]
Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu felst að samningsumboð stjórnvalda er skilyrt með þeim hætti að mál þurfi að hafa skýrst hvað varðar verðmæti tiltekinna eigna Landsbankans í Bretlandi áður en unnt sé að ganga til samninga. Það er líka skilyrt að hryðjuverkalöggjöfinni hafi verið aflétt áður en hægt sé að semja. Með þessum hætti er með óeðlilegum hætti takmarkað svigrúm stjórnvalda til að ná fram niðurstöðu.

Hitt leiðir auðvitað af eðli máls að það er óhugsandi að sjá fyrir sér að samningar verði gerðir í þessu máli sem ekki fela í sér að hryðjuverkalöggjöfinni og frystingu á grundvelli hennar verði aflétt á sama tíma. Það leiðir af eðli máls.



Brtt. 272 felld með 28:15 atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  EyH,  GMJ,  GAK,  HSH,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KJak,  KolH,  MS,  PHB,  SJS,  VS.
nei:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  EKG,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  ISG,  JóhS,  JónG,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  LB,  ÓN,  RGuðb,  StB,  ÖS.
1 þm. (EBS) greiddi ekki atkv.
19 þm. (ÁJ,  ÁÞS,  BJJ,  BjörgvS,  BBj,  EMS,  GÞÞ,  IllG,  KHG,  KÞJ,  KLM,  RR,  SKK,  SF,  SVÓ,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:53]
Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Eins og ég nefndi við fyrri umr. fannst mér þetta fullopið umboð sem ríkisstjórninni er veitt með þessari þingsályktunartillögu og gat þess þá að það mætti bæta inn örfáum orðum um að samningana skuli bera undir Alþingi. Þetta er svona svipað og við sendum mann út í bæ — ég gat um það áðan — til að kaupa hús og ekkert meira um það, og svo getur hann keypt stórt hús fyrir lítinn pening eða lítið hús fyrir stóran pening, við skulum bara borga og við skulum samþykkja að greiða þegar greiðslurnar koma í fjárlögum. Þetta finnst mér ekki vera nógu gott og ég hef lagt til að við bætist orðin: „Bera skal samningana undir Alþingi.“ Ég segi já.



[19:54]
Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Við erum hér að ræða um þingsályktunartillögu þar sem farið er fram á pólitískan stuðning við það ferli sem málið hefur verið fellt í af hálfu stjórnvalda. Fyrir liggur að þær viðræður sem í hönd fara og eru reyndar þegar komnar af stað byggja á ákveðnum sameiginlegum viðmiðum um það að hverju skuli stefnt. Málið hefur verið fellt í farveg pólitískrar lausnar.

Þegar stjórnvöld leggja fyrir þingið tillögu með þessum hætti og óska pólitísks stuðnings er það auðvitað afar einkennilegt ef málið á þá að enda með því að umboðið sé þynnt út og í raun settur fyrirvari á þá samninga sem af stað eru farnir, en augljóst er að stjórnvöld hafa á grundvelli almennra reglna heimild til þess að ganga til samninga af því tagi sem hér er um rætt. Hér er einungis verið að kanna pólitískan (Forseti hringir.) stuðning við málið á þeim forsendum sem kynntar eru í þingsályktunartillögunni. Ég tel óskynsamlegt að gera þennan viðbótaráskilnað (Forseti hringir.) og segi þess vegna nei. (Gripið fram í.)



Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till.  samþ. með 29:7 atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörkG,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  ISG,  JóhS,  JónG,  KVM,  KaJúl,  KÓ,  LB,  ÓN,  RGuðb,  StB,  ÖS.
nei:  AtlG,  ÁI,  JBjarn,  KJak,  KolH,  PHB,  SJS.
8 þm. (EyH,  GMJ,  GAK,  HSH,  HöskÞ,  JM,  MS,  VS) greiddu ekki atkv.
19 þm. (ÁJ,  ÁÞS,  BJJ,  BjörgvS,  BBj,  EMS,  GÞÞ,  IllG,  KHG,  KÞJ,  KLM,  RR,  SKK,  SF,  SVÓ,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:56]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt hjá formanni utanríkismálanefndar að hér er farið fram á pólitískan stuðning við uppgjöfina í Icesave-deilunni. Það verður ekki betur orðað. Ég óska hv. þm. Bjarna Benediktssyni til hamingju með orðsnilldina. Það verður ekki betur gert en að segja það hreinum og tærum orðum að það er verið að óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli.

Ég vil hins vegar hér fyrir hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar.



[19:58]
Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Ég frábið mér það að hv. þingmenn leggi mér orð í munn. Það er ekki þannig að hér sé verið að óska eftir pólitískri blessun á neins konar uppgjöf í þessu máli. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir þingið með mjög skýrum hætti á hvaða forsendum íslensk stjórnvöld hyggjast leita pólitískrar lausnar á þeim ágreiningi sem hefur verið uppi við önnur ríki vegna innstæðna íslenskra banka þar í landi. Viðmiðin eru klár. Samningsmarkmiðin hafa verið kynnt fyrir þinginu. Það liggur jafnframt fyrir að utanríkismálanefnd þingsins verður haldið upplýstri um framvindu samninganna. Umboðið er afmarkað. Það er algjörlega skýrt. Það er skynsamlegt. Það er á skynsamlegum forsendum sem farið er til þessara viðræðna. Engar efnislegar athugasemdir hafa komið fram um helstu samningsmarkmiðin sem kynnt voru í nefndarstarfinu þannig að það er ástæðulaus ótti sem þingmenn koma fram með hér við að styðja þann farveg sem málið hefur verið fellt í. (Forseti hringir.) Ég tel þvert á móti að það hafi verið skynsamlegt að fella málið í þennan farveg og það er rétt að styðja málið. (Gripið fram í.)