136. löggjafarþing — 51. fundur
 11. desember 2008.
tilkynning um dagskrá.

[10:40]
Forseti (Sturla Böðvarsson):

Um klukkan 11 í dag, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma, það gæti dregist örlítið, fer fram umræða utan dagskrár um peningamarkaðssjóði. Málshefjandi er hv. þm. Birkir J. Jónsson, hæstv. viðskiptaráðherra verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.